Velgengnin byggð á góðri umgjörð

„ Á Íslandi eru flest störf í sjávarútvegi heilsársstörf, ólíkt …
„ Á Íslandi eru flest störf í sjávarútvegi heilsársstörf, ólíkt því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar þar sem algengt er að vinna í kringum fiskveiðar og -vinnslu sé árstíðabundin, “ segir Hrefna Karlsdóttir þegar hún gefur dæmi um ávinninginn af skipulagi íslenskra fiskveiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslend­ing­um þykir hafa tek­ist að skapa einkar góða laga­lega um­gjörð utan um fisk­veiðar og seg­ir Hrefna Karls­dótt­ir í viðtali í des­em­ber­blaði 200 mílna að með inn­leiðingu afla­marks­kerf­is­ins og framsali á sín­um tíma hafi stjórn­völd lagt grunn­inn að upp­bygg­ingu og vel­gengni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. „Það er eðli­legt að regl­urn­ar séu lands­mönn­um hug­leikn­ar og viðbúið að í ár­anna rás séu gerðar ýms­ar minni hátt­ar breyt­ing­ar og betr­um­bæt­ur á kerf­inu, en brýnt er að missa ekki sjón­ar á því hversu mik­il­vægt það er fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn, og um leið fyr­ir hag­sæld í land­inu, að sem mest­ur stöðug­leiki og fyr­ir­sjá­an­leiki sé til staðar.“

Hrefna er með doktors­gráðu í hag­sögu frá Gauta­borg­ar­há­skóla en þar rann­sakaði hún fyrstu samn­ingaviðræðurn­ar sem gerðar voru á á vett­vangi Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðinefnd­ar­inn­ar (NEAFC). Frá ár­inu 2017 hef­ur Hrefna starfað sem sér­fræðing­ur hjá SFS þar sem hún vinn­ur einkum að mál­um er varða fisk­veiðistjórn­un og samn­inga við er­lend ríki, en hún var áður hjá Hag­stofu Íslands, at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu og Fiski­stofu.

„Við búum í dag við kerfi sem stuðlar að sjálf­bærri nýt­ingu og skap­ar hvata til að há­marka þau verðmæti sem hægt er að gera úr tak­markaðri en end­ur­nýj­an­legri auðlind. Íslensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um geng­ur vel að selja afurðir á er­lend­um mörkuðum þrátt fyr­ir mjög harða sam­keppni, og það er brýnt að skilja að ár­ang­ur grein­ar­inn­ar er ekki eitt­hvað sem gerðist af sjálfu sér, held­ur er hann afrakst­ur lang­tímaþró­un­ar sem hófst á 9. ára­tugn­um,“ út­skýr­ir Hrefna.

Viðtalið má lesa í heild sinni í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: