Vill kjarnorkuver á Vestfirði

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Lausn­in á orku­mál­um jarðarbúa, og eru Íslend­ing­ar auðvitað þar með tald­ir, er kjarna­orka. Þetta full­yrti Tví­höfðinn og fyrr­um borg­ar­stjór­inn Jón Gn­arr í Spurs­mál­um í dag þar sem orku­mál voru til umræðu. Orðin komu þó vissu­lega hinum helm­ingi Tví­höfða í opna skjöldu.

    „Mér finnst vera kom­inn tími á kjarn­orku­ver á Íslandi, við eig­um að hætta þessu virkj­anarugli,“ sagði Jón og stakk jafn­framt upp á að slíkt yrði reist á Vest­fjörðum, Búðar­dal jafn­vel.

    Þeir fé­lag­ar rýndu í frétt­ir árs­ins og þess næsta í nýj­asta þætti Spurs­mála en þær Björg Eva Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, og Sig­ríður Mo­gensen, sviðsstjóri hjá SI, mættu einnig til að ræða um orku­mál.

    mbl.is