Grimmar skerðingar hjá Elkem vegna orkuskerðinga

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem.
Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýend­ur­byggður ofn kís­il­málm­verk­smiðju Elkem verður fyr­ir barðinu á boðuðum orku­skerðing­um Lands­virkj­un­ar til stór­not­enda á suðvest­ur­hluta lands­ins.

Álf­heiður Ágústs­dótt­ir, for­stjóri Elkem, seg­ir að fram­leiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins skerðist um rúm­lega 30%.

Elkem er með þrjá ofna og er þessi sá stærsti. Ný­verið var ofn­inn end­ur­byggður og nam sú fjár­fest­ing 1,2 millj­örðum króna. Búið er að fresta stand­setn­ingu ofns­ins þar til af­hend­ing raf­orku er tryggð.

„Við erum í grimm­um skerðing­um með al­veg heil­an ofn úti og í raun­inni búin að vera með hann úti síðan 15. des­em­ber,“ seg­ir Álf­heiður.

Lands­virkj­un hef­ur til­kynnt stór­not­end­um á suðvest­ur­hluta lands­ins, Elkem, Norðuráli og Rio Tinto og fjar­varma­veit­um að skerða þurfi orku til starf­semi þeirra. Skerðing­arn­ar hefjast 19. janú­ar 2024 og geta staðið allt til 30 apríl.

Nauðsyn­legt að auka raf­orku­fram­leiðslu

Hún seg­ir að fyr­ir­tækið sé að verja helstu viðskipta­vini með fram­leiðslu hinna tveggja ofn­anna en að fyr­ir­tækið hafi þurft að fækka fyr­ir­huguðum söl­um fyr­ir næsta árs­fjórðung.

„Þetta er óþægi­legt líka því svo veit maður ekki hvenær yfir lýk­ur og það er bara eins og gang­ur­inn er og erfitt að ráða við það.“

Álf­heiður seg­ir nauðsyn­legt að styrkja flutn­ingsnet Landsnets sem og að auka raf­orku­fram­leiðslu.

mbl.is