Landvernd ekki tekið afstöðu til allra nýtingarkosta

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Land­vernd er alltaf að end­ur­skoða af­stöðu sína til alls þess sem fram kem­ur hverju sinni,“ seg­ir Björg Eva Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar spurð út í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar.

    Hún ít­rek­ar þó að Land­vernd sé al­farið á móti Hvamms­virkj­un sem hún seg­ir vond­an virkj­un­ar­kost. Björg Eva er gest­ur Stef­áns Ein­ars í Spurs­mál­um þar sem hún mæt­ir til leiks ásamt Sig­ríði Mo­gensen, sviðsstjóra hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins.

    En aðrar virkj­an­ir í nýt­ing­ar­flokki?

    „Nefndu.“

    Bara þær sem eru listaðar þar upp, þetta eru all­nokkr­ir virkj­ana­kost­ir. Eru ein­hverj­ir kost­ir þarna sem Land­vernd gæti fellt sig við?

     

     

    „Sko, við erum ekki búin að taka af­stöðu til þeirra allra. Við erum búin að taka af­stöðu til Hvamms­virkj­un­ar og þið vitið hver hún er [...]“

    En þið fellið ykk­ur ekki við all­ar virkj­an­irn­ar sem eru i nýt­ing­ar­flokki.

    „Nei við ger­um það ekki.“

    Hvaða virkj­un­ar­kost­ir eru það þá, ef þið eruð sam­mála því að það þurfi að virkja til þess að tryggja lífs­gæði til fram­búðar, hvaða kosti höf­um við, því við erum að ein­hverju leyti að leita að sam­eig­in­leg­um grunni í þessu sam­tali.

    „Já og hann erum við búin að finna í sam­bandi við byggðalín­una, dreifi­kerfið, orku­sparnaðinn og að það sé bein­lín­is verið að fleygja orku núna, bæði út af verðlagn­ingu en líka út af flutn­ings­kerf­inu og al­mennri sóun. Við vilj­um bara byrja þar, svo vilj­um við vita um þessi gagna­ver. Við vilj­um vita hvað er mikið að fara í raf­mynta­gröft­inn sem all­ir segja að þeir vilji ekki hafa.“

    Viðtalið við Björgu Evru og Sig­ríði Mo­gensen má sjá í heild sinni hér:

    mbl.is