Styrki flutningsnetið

Sigríður Mogensen hjá Samtökum iðnaðarins og Björg Eva Erlendsdóttir hjá …
Sigríður Mogensen hjá Samtökum iðnaðarins og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd mættu til leiks. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Við höf­um alltaf verið fylgj­andi því að flutn­ings­kerfið virki og orka fari ekki til spill­is. Síðan hef­ur verið rætt um hvernig þessi flutn­ings­kerfi eru, hvað fer í jörð og hvað ekki. Sumt get­ur ekki farið í jörð. Eins og ég segi þá leggst Land­vernd ekki gegn því að virkjuð orka úr kerf­inu nýt­ist.“

Þetta seg­ir Björg Eva Er­lends­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála sem aðgengi­leg­ur er á mbl.is. Seg­ir hún vont til þess að hugsa að mik­il orka tap­ist hér á landi vegna þess hvernig staðið hef­ur verið að upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku.

Á sama tíma ít­rek­ar hún að Land­vernd sé á móti fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um í Þjórsá, nán­ar til­tekið Hvamms­virkj­un sem flest bend­ir til að haf­ist verði handa við upp­bygg­ingu á inn­an tíðar.

Sig­ríður Mo­gensen, sviðsstjóri hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, seg­ir það mik­il og góð tíðindi að Land­vernd styðji við hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu flutn­ingsnets raf­orku um­hverf­is landið og bend­ir á að sam­tök­in hafi lagt stein í götu slíkr­ar upp­bygg­ing­ar fyrr á tíð.

Umræðan um orku­skort er áber­andi um þess­ar mund­ir. Í blaðinu í dag hafn­ar Árni Hrann­ar Har­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, ásök­un­um Harðar Arn­ar­son­ar for­stjóra Lands­virkj­un­ar um að raf­orka leki á milli markaða frá heim­il­um og til stór­not­enda.

Var­ar Árni Hrann­ar við fyr­ir­ætl­un­um um aukna miðstýr­ingu á raf­orku­markaði. Seg­ir hann að þær út­færsl­ur sem fyrst hafi birst í frum­varpi til laga þar um hafi verið mjög til þess að hygla Lands­virkj­un og að raun­ar hafi frum­varps­drög­in komið frá fyr­ir­tæk­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: