Óheppilegt ef loðnuveiðar hefjast seint

Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði (LVF), óheppilegt vera ef …
Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði (LVF), óheppilegt vera ef loðnuvertíð hefst of seint.

Upp­sjáv­ar­út­gerðpirn­ar bíða spennt­ar eft­ir því að loðnu­veiðar fari aft­ur af stað en rann­sókn­ir gefa ekki til­efni til mik­ill­ar bjart­sýni.

„Þetta er skamm­líf­ur stofn og get­ur gengið í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar á stutt­um tíma. Bæt­ir ekki úr skák að mæl­ing­arn­ar fara oft fram við mjög erfiðar aðstæður og ótal um­hverf­isþætt­ir sem spila þar inn í,“ út­skýr­ir Garðar Ágúst Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði (LVF), í viðtali í des­em­ber­blaði 200 mílna„Þá er óheppi­legt ef veiðarn­ar fara seint af stað, gott væri að geta byrjað veiðar snemma þegar fit­an er sem mest í fisk­in­um.“

Hoffell SU, uppsjávarskip Loðnuvinnslunnar.
Hof­fell SU, upp­sjáv­ar­skip Loðnu­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Loðnu­vinnsl­an

Enn er ekki hægt að selja inn á Rúss­lands­markað en það olli fram­leiðend­um upp­sjáv­ar­teg­unda mikl­um búsifj­um á sín­um tíma, þegar sá markaður lokaðist í ág­úst árið 2015. Inn­rás Rúss­lands­hers í Úkraínu hef­ur ekki bætt ástandið. „Þessi tvö lönd hafa verið sterk­ir markaðir fyr­ir loðnu­hæng­inn en á móti kem­ur að aðrir markaðir fyr­ir loðnu eru ágæt­lega á sig komn­ir og sala á loðnu­hrygnu inn á Asíu geng­ur vel. Mjög góð hrogna­fram­leiðsla um landið allt þýðir að út­gerðir sitja á tölu­verðum birgðum og mun sala þeirra því taka lengri tíma en oft áður.“

Útflytj­end­ur vita að ástand loðnu­stofns­ins er sveiflu­kennt og hafa lært að haga rekstri sín­um þannig að þeir ráði fjár­hags­lega við sveifl­urn­ar. Garðar bend­ir þó á að það geti dregið dilk á eft­ir sér ef það ger­ist að eng­in loðna veiðist. „Það skipt­ir miklu máli að eiga vöru til að bjóða kaup­end­um og út­gerðir finna það greini­lega að ef þær geta ekki skaffað vör­una þá tapa þær mörkuðum og það get­ur tekið lang­an tíma að byggja viðskipta­sam­bönd­in upp að nýju.“

Viðtalið við Garðar má lesa í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: