Ástþór Magnússon býður sig fram á ný

Ástþór Magnússon bauð sig seinast fram árið 2016 en eins …
Ástþór Magnússon bauð sig seinast fram árið 2016 en eins og kunnugt er hafið Guðni Th. Jóhannesson betur í þeim kosningum. mbl.is/Árni Sæberg

Ástþór Magnús­son, at­hafnamaður og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, býður sig aft­ur fram til embætt­is for­seta Íslands. Hann tel­ur þar „van­hugsað“ ef þjóðin kýs ann­an for­seta með það hlut­verk að fara í „op­in­ber­ar heim­sókn­ir“. Íslend­ing­ar þurfi að „virkja Bessastaði“.

Þetta er fjarri því að vera fyrsta for­setafram­boð Ástþórs, held­ur hef­ur hann boðið sig fram fimm sinn­um. Ástþór bauð sig fyrst fram árið 1996 og sein­ast árið 2016. Á fram­boðsvefsíðu sinni grein­ir hann frá því að hann sæk­ist eft­ir embætt­inu í kom­andi kosn­ing­um.

„Ég mun Virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfl­uga tekju­lind fyr­ir Íslenska þjóð með því að laða til lands­ins alþjóðastofn­an­ir friðar og mann­rétt­inda,“ seg­ir Ástþór, sem hlaut 615 at­kvæði í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2016.

Van­hugsað að kjósa for­seta sem fer í „op­in­ber­ar heim­sókn­ir“

„Við erum nú kom­in í styrj­öld við vinaþjóð okk­ar í Rússlandi. Í mið aust­ur­lönd­um er allt á suður­púnkti [svo] og marg­ir telja að sú styrj­öld muni breiða úr sér til nær­liggj­andi landa. Í raun er hætta á að þetta ástand þró­ist í heims­styrj­öld,“ skrif­ar hann og var­ar við því að Íran gæti dreg­ist inn í téð átök.

„Það væri mjög van­hugsað af Íslenskri þjóð að kjósa inná Bessastaði ann­an for­seta með það hlut­verk að fara í "op­in­ber­ar heim­sókn­ir" á milli húsa í heima­byggð sinni. Nú þurfa Íslend­ing­ar að Virkja Bessastaði og nýta embætti For­seta Íslands til að stuðla að friði á alþjóða vett­vangi.“

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti til­kynnti í ný­ársávarpi sínu að hann sækt­ist ekki eft­ir for­seta­setu á næsta kjör­tíma­bili. Ástþór er nú ann­ar fram­bjóðand­inn í for­seta­kosn­ing­un­um 2024 en Arn­ar Þór Jóns­son, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari, til­kynnti fram­boð sitt fyrr í dag auk þess sem hann til­kynntu úr­sögn sína úr flokkn­um.

Þá kveðst Dóri DNA einnig myndu bjóða sig fram gegn því að gos hefj­ist á þrett­ánd­an­um, 6. janú­ar.

mbl.is