Laufey hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Guðni Th. Jóhannesson Laufey Lín Jónsdóttir og Rannveig Rist hjá …
Guðni Th. Jóhannesson Laufey Lín Jónsdóttir og Rannveig Rist hjá Rio Tinto við afhendinguna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir, söng­kona og laga­höf­und­ur, hlýt­ur Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­in 2023 sem af­hent voru á Kjar­val­stöðum rétt í þessu.

For­seti Íslands, hr. Guðni Th. Jó­hann­es­son, af­henti verðlaun­in, sem eru áletraður grip­ur úr áli frá ISAL í Straums­vík og ein og hálf millj­ón króna í verðlauna­fé.

Laufey Lín tók að sjálfsögðu lagið.
Lauf­ey Lín tók að sjálf­sögðu lagið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bjart­sýn­is­verðlaun­in eru menn­ing­ar­verðlaun sem hafa verið af­hent ár­lega frá ár­inu 1981. ISAL ál­verið í Straums­vík hef­ur verið bak­hjarl verðlaun­anna frá ár­inu 2000. For­seti Íslands hef­ur frá upp­hafi verið vernd­ari verðlaun­anna.

Glæsi­leg­ur full­trúi ís­lenskr­ar menn­ing­ar

Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir: 

„Lauf­ey Lín er glæsi­leg­ur full­trúi ís­lenskr­ar menn­ing­ar, hún er vel menntuð og ein­beitt í störf­um sín­um og hef­ur náð ein­stök­um ár­angri á heimsvísu á mjög skömm­um tíma. Hún er ein­stök fyr­ir­mynd fyr­ir ungt ís­lenskt tón­listar­fólk. Tónlist henn­ar sam­ein­ar strauma úr jazzi og sam­tíma­tónlist og  henn­ar ein­staka rödd og laga­smíðar hafa skipað hana í fremstu röð ungra tón­list­ar­manna í heim­in­um í dag“. 

Laufey Lín mætti með fjölskyldu sinni til athafnarinnar.
Lauf­ey Lín mætti með fjöl­skyldu sinni til at­hafn­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

 

Í dóm­nefnd sátu Þór­unn Sig­urðardótt­ir, Magnús Geir Þórðar­son, Sif Gunn­ars­dótt­ir og Rann­veig Rist.

mbl.is