Stendur við framboðið ef það gýs á þrettándanum

Dóri DNA hyggst standa við framboðið ef hann reynist sannspár.
Dóri DNA hyggst standa við framboðið ef hann reynist sannspár. Ljósmynd/Arnar Steinn Einarsson

Skemmtikraft­ur­inn Hall­dór Lax­ness Hall­dórs­son, bet­ur þekkt­ur sem Dóri DNA, kveðst ætla að standa við fram­boð sitt til for­seta gegn því að það hefj­ist eld­gos á þrett­ánd­an­um, 6. janú­ar. Seg­ist hann finna á sér að það muni byrja að gjósa að nýju þann dag.

Dóri DNA til­kynnti fram­boð sitt á sam­fé­lags­miðlin­um X skömmu eft­ir að Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti til­kynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér þriðja kjör­tíma­bilið.

Eins og frægt er spáði Dóri fyr­ir eld­gosið sem hófst 18. des­em­ber í Spurs­mál­um. Verður áhuga­vert að fylgj­ast með hvort grín­ist­inn verði sann­spár á nýju ári.

Bekkpressa á Bessastaði

Dóri hef­ur verið stór­yrt­ur á sam­fé­lags­miðlin­um eft­ir að hafa viðrað fram­boðið og hef­ur m.a. heitið því að setja upp bekkpressu og litla hne­fa­leikaaðstöðu á Bessa­stöðum.

Kosn­inga­her­ferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% fun­ked out gangster twist,“ sagði hann m.a.

Í gær­kvöldi kvað þó við nýj­an tón þegar hann viður­kenndi að þessi hug­mynd hans um að bjóða sig fram legðist ákaf­lega illa í fólk.

„Að gefnu til­efni. Eft­ir að hafa ráðfært mig við mína nán­ustu hef­ur komið í ljós að þessi hug­mynd mín, leggst ákaf­lega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eft­ir­far­andi. Muni gjósa aft­ur á þrett­ánd­an­um (eins og ég finn á mér) – fer ég í fram­boð. Ann­ars ekki,“ seg­ir í tísti Dóra.

mbl.is