16 ára pílumeistari með 21 árs kærustu

Luke Littler er aðeins 16 ára gamall.
Luke Littler er aðeins 16 ára gamall. AFP

Hinn 16 ára gamli pílukast­ari Luke Littler hef­ur skot­ist upp á stjörnu­him­in­inn á ör­skömm­um tíma eft­ir ótrú­lega frammistöðu á heims­meist­ara­mót­inu í pílukasti í Bretlandi í gær. Littler hafnaði í öðru sæti á mót­inu og er sá langyngsti frá upp­hafi til að fara í úr­slit.

Það er þó ekki bara frammistaða hans í pílu sem hef­ur vakið at­hygli í fjöl­miðlum held­ur einnig ald­urs­bilið á milli hans og kær­ustu hans, Eloise Mil­burn. Sam­kvæmt The Stand­ard hafa Littler og Mil­burn verið sam­an í sex vik­ur, en þau kynnt­ust í gegn­um tölvu­leik­inn FIFA.

Mil­burn er fimm árum eldri en Littler sem þykir lík­lega ekki mik­ill ald­urs­mun­ur nema fyr­ir þær sak­ir að Littler er aðeins 16 ára gam­all og hafa gagn­rýn­isradd­irn­ar því verið há­vær­ar, svo há­vær­ar að móðir henn­ar fann sig knúna til að stíga fram og verja sam­band þeirra.

„Henni er sama um pen­ing­ana hans og frægð“

„Eloise hef­ur verið sökuð um alls kyns hluti. Það hef­ur verið sett inn mikið af hræðilegu efni á netið um dótt­ur mína og við Phil eig­inmaður minn erum mjög reið yfir því,“ seg­ir móðir henn­ar í sam­tali við Daily Mail og bæt­ir við að dótt­ir henn­ar sé ekki með Littler vegna pen­inga og frægðar.

„Hún er ekki með hon­um af neinni af þess­um ástæðum. Henni er sama um pen­ing­ana hans og frægð, hún er með hon­um vegna þess að henni lík­ar vel við hann. Svo ein­falt er það.“ 

mbl.is