Drukkinn maður skoraði á Runólf

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ónefnd­ur maður á Flat­eyri kom að máli við Run­ólf Ágústs­son og sagðist vilja sjá hann á Bessa­stöðum. Hann seg­ist þó frek­ar myndu kjósa sér hlut­verk maka for­set­ans, þyrfti hann að velja.

    Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þar af­tek­ur Run­ólf­ur með öllu að hann sæk­ist eft­ir embætti for­seta.

    Hann seg­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur álit­leg­an kost í embættið, ekki síst vegna reynslu henn­ar, m.a. á alþjóðleg­um vett­vangi þar sem hún njóti mik­ill­ar virðing­ar.

    Spursmál í dag snerust að hluta um forsetakjörið sem fram …
    Spurs­mál í dag sner­ust að hluta um for­seta­kjörið sem fram fer 1. júní næst­kom­andi. Erna Mist og Run­ólf­ur Ágústs­son spáðu þar í spil­in ásamt Stefáni Ein­ari. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

    Erna Mist, lista­kona, sem einnig er gest­ur þátt­ar­ins spyr þá hvaða reynsla það sé.

    „Á alþjóðleg­um ráðstefn­um og í sam­skipt­um við er­lenda þjóðhöfðingja og á þess­um sam­starfs­vett­vöng­um sem við eig­um, hvort sem það er í Evr­ópu­sam­band­inu eða Nato eða ann­arsstaðar. Henn­ar staða í NATO hef­ur meira að segja verið nokkuð þröng þar sem hún er for­sæt­is­ráðherra VG sem er á móti aðild að NATO. Hún hef­ur gert þetta mjög vel.“

    Hef­ur hún ekki aðallega talað um jafn­rétt­is­mál á vett­vangi NATO?

    „Jú og um­hverf­is­mál, norður­slóðamál, allskon­ar­mál og verið mjög öfl­ug­ur mál­svari þannig að ég held að hún væri mjög góður kost­ur.“

    Er það ekki eins og að tala um tann­heilsu í stjórn Nóa Síríus­ar?

    „Ha, ha. Ég veit það ekki,“ svar­ar Run­ólf­ur.

    Þá seg­ist hann einnig sjá Sig­ríði Hagalín Björns­dótt­ur, sjón­varps­konu og rit­höf­und fyr­ir sér á Bessa­stöðum en hann þekk­ir mjög vel til henn­ar. Erna Mist vill það hins veg­ar alls ekki.

    „Ég vil ekki missa hana úr fjöl­miðlum. Mér líður eins og við þurf­um að fá ein­hvern í þetta embætti sem er orðinn svo­lítið til­gangs­laus ann­arsstaðar,“ seg­ir Erna.

    Skemmti­leg umræða spannst um for­seta­embættið, til­gang þess og jafn­vel til­gangs­leysi í Spurs­mál­um en þátt­inn má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan.

    mbl.is