Engan veginn gott hvernig stjórnsýslu var háttað

Stefán var formaður atvinnuveganefndar er Svandís tók ákvörðunina og sagði …
Stefán var formaður atvinnuveganefndar er Svandís tók ákvörðunina og sagði hann þá að hann teldi vinnubrögð ráðherrans ekki standast. Samsett mynd

Stefán Vagn Stef­áns­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, seg­ir í sam­tali við mbl.is að álit umboðsmanns Alþing­is komi sér ekki á óvart.

Eins og greint var frá fyrr í dag er það álit umboðsmanns Alþing­is að út­gáfa reglu­gerðar Svandís­ar Svavars­dótt­ur, sem bannaði tíma­bundið hval­veiðar í sum­ar, hafi ekki sam­ræmst kröf­um um meðal­hóf og hafi ekki átt sér nægi­lega skýra stoð í lög­um.

„Ein­hvern veg­inn kom manni ekki á óvart að þetta yrði niðurstaðan og eng­an veg­inn gott að stjórn­sýsl­an sé með þess­um hætti,“ seg­ir Stefán.

Ágætt að leyfa deg­in­um að líða

Stefán var formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar er Svandís tók ákvörðun­ina og sagði hann þá að hann teldi vinnu­brögð ráðherr­ans ekki stand­ast.

Hann seg­ir að þing­flokk­ur Fram­sókn­ar hafi ekki boðað til auka fund­ar eins og þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins til að ræða þetta álit umboðsmanns.

„það er ágætt að láta þenn­an dag líða svo að menn átti sig á þessu og fái að lesa álitið, heyra svo kannski í ráðherr­an­um,“ seg­ir Stefán.

mbl.is