Hvalveiðibann átti ekki skýra stoð í lögum

Þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra breytti reglugerð sem fól í sér …
Þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra breytti reglugerð sem fól í sér bann við hvalveiðum, átti ákvörðunin ekki skýra stoð í lögum að mati umboðsmanns Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er álit umboðsmanns Alþing­is að út­gáfa reglu­gerðar Svandís­ar Svavars­dótt­ur, sem bannaði tíma­bundið hval­veiðar síðasta sum­ar, hafi ekki sam­ræmst kröf­um um meðal­hóf og hafi ekki átt sér nægi­lega skýra stoð í lög­um.

Þetta kem­ur fram í áliti umboðsmanns Alþing­is sem birt hef­ur verið í dag.

Svandís til­kynnti í júní að hún hefði tekið „ákvörðun um að stöðva hval­veiðar tíma­bundið í ljósi af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. […] Skil­yrði laga um vel­ferð dýra eru ófrá­víkj­an­leg í mín­um huga, geti stjórn­völd og leyf­is­haf­ar ekki tryggt kröf­ur um vel­ferð á þessi starf­semi sér ekki framtíð.“

Hval­ur hf. mót­mætli harðlega ákvörðun ráðherra sem og Verka­lýðsfé­lag Akra­ness, en fyr­ir­tækið sagðist ætla að leita rétt­ar síns og sendi m.a. er­indi til umboðsmanns Alþing­is.

Skúli Magnús­son, umboðsmaður Alþing­is, seg­ist í dag hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að breyt­ing­ar sem gerðar voru á reglu­gerð um hval­veiðar „hafi ekki átt sér nægi­lega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/​1949, um hval­veiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af mark­miðum sín­um, laga­sam­ræmi og grunn­regl­um stjórn­skip­un­ar­rétt­ar um vernd at­vinnu­rétt­inda og at­vinnu­frels­is“.

„Án til­lits til þess­ar­ar niður­stöðu tel ég einnig með hliðsjón að aðdrag­anda og und­ir­bún­ingi reglu­gerðar­inn­ar, svo og rétt­mæt­um vænt­ing­um Hvals hf., að út­gáfa henn­ar hafi ekki, við þær aðstæður sem uppi voru, sam­rýmst kröf­um um meðal­hóf eins og þær leiða af al­menn­um regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar.“

Dóm­stóla að rétta hlut Hvals hf.

Þrátt fyr­ir þetta tel­ur umboðsmaður Alþing­is ekki ástæðu til að beina sér­stök­um til­mæl­um um úr­bæt­ur til ráðherra þar sem „það ástand sem leiddi af út­gáfu reglu­gerðar­inn­ar er liðið“.  Þó bein­ir Skúli því til ráðherra að hafa sjón­ar­miðin sem fram koma í áliti umboðsmanns í huga til framtíðar.

Sér­stak­lega er tekið fram að í niður­stöðunni er ekki tek­in afstaða til hugs­an­legra „einka­rétt­ar­legra af­leiðinga hinna ólög­mætu stjórn­valds­fyr­ir­mæla.“ Vegna þessa tel­ur umboðsmaður ekki for­send­ur til að beina til­mæl­um til ráðherra um að leita leiða til að rétta hlut Hvals hf. enda sé það verk­efni dóm­stóla.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina