Í sjokki yfir „flugeldabrjálæði“ á Álftanesi

Luke Miani varði áramótunum á Álftanesi.
Luke Miani varði áramótunum á Álftanesi. Samsett mynd

Ferðalang­ur­inn Luke Miani varði ára­mót­un­um á Íslandi, en hann birti mynd­skeið frá gaml­árs­kvöldi á TikT­ok sem hef­ur vakið mikla at­hygli. 

„Ég er á Íslandi núna á gaml­árs­kvöld og ég hef lært að þetta fólk er ekk­ert að grín­ast þegar kem­ur að flug­eld­um. Það var byrjað að skjóta flug­eld­um um klukk­an 23.30 og eins og sjá má eru þeir enn í gangi, en klukk­an er tæp­lega 00.30 núna. Það er kom­inn klukku­tími af þessu og þetta er bara al­veg stans­laust,“ sagði hann í mynd­band­inu. 

Hæst­ánægður með út­sýnið á Álfta­nesi

Miani út­skýrði að hann væri stadd­ur á Álfta­nesi og að þaðan væri frá­bært út­sýni yfir allt svæðið. „Það er bara hægt að sjá þúsund­ir og þúsund­ir fólks skjóta upp flug­eld­um. Og þetta er bara venju­legt hvers­dags­fólk, þetta eru ekki einu sinni bæj­ar­fé­lög eða sveita­stjórn­ir eða slík fé­lög. All­ir geta farið út og keypt þessa flug­elda.“

Af mynd­band­inu að dæma virt­ist Miani hæst­ánægður með upp­lif­un­ina þó svo að skyggnið hafi farið versn­andi eft­ir því sem leið á kvöldið. „Þetta er klikkaðasti staður­inn til að vera á á gaml­árs­kvöld. Ég mæli ein­dregið með því,“ sagði hann að lok­um. 



mbl.is