Stjórnarsamstarfið krufið í Spursmálum

Ingibjörg Isaksen, Stefán Einar Stefánsson og Brynjar Níelsson munu kryfja …
Ingibjörg Isaksen, Stefán Einar Stefánsson og Brynjar Níelsson munu kryfja ríkisstjórnarsamstarfið í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Bú­ast má við fjör­ug­um og kröft­ug­um umræðum í Spurs­mál­um í dag þegar þau Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mæta í settið til Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar þar sem rýnt verður í rík­is­stjórn­ar­sam­starfið.

Stjórn­ar­sam­starfið virðist að margra mati vera að fjara út þar sem grunnt hef­ur legið á sam­stöðu um ýmis stór og mik­il­væg mál sem varða hags­muni þjóðar­inn­ar. Munu þau Brynj­ar og Ingi­björg tak­ast á um hvort hægt sé að glæða stjórn­ar­sam­starfið lífi á nýj­an leik eða hvort öll von sé úti.   

Þátt­ur­inn verður í beinu streymi og op­inni dag­skrá hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Að vanda mun Stefán Ein­ar fara yfir helstu frétt­ir vik­unn­ar og hef­ur hann fengið þau Run­ólf Ágústs­son fram­kvæmda­stjóra og lista­kon­una og pistla­höf­und­inn Ernu Mist Pét­urs­dótt­ir til að ræða það sem bar efst á góma í vik­unni.

Ekki missa af eld­heit­um og líf­leg­um umræðum í Spurs­mál­um á mbl.is kl. 14.

mbl.is