Stjórnarsamstarfið krufið í Spursmálum

Ingibjörg Isaksen, Stefán Einar Stefánsson og Brynjar Níelsson munu kryfja …
Ingibjörg Isaksen, Stefán Einar Stefánsson og Brynjar Níelsson munu kryfja ríkisstjórnarsamstarfið í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Búast má við fjörugum og kröftugum umræðum í Spursmálum í dag þegar þau Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mæta í settið til Stefáns Einars Stefánssonar þar sem rýnt verður í ríkisstjórnarsamstarfið.

Stjórnarsamstarfið virðist að margra mati vera að fjara út þar sem grunnt hefur legið á samstöðu um ýmis stór og mikilvæg mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar. Munu þau Brynjar og Ingibjörg takast á um hvort hægt sé að glæða stjórnarsamstarfið lífi á nýjan leik eða hvort öll von sé úti.   

Þátturinn verður í beinu streymi og opinni dagskrá hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Að vanda mun Stefán Einar fara yfir helstu fréttir vikunnar og hefur hann fengið þau Runólf Ágústsson framkvæmdastjóra og listakonuna og pistlahöfundinn Ernu Mist Pétursdóttir til að ræða það sem bar efst á góma í vikunni.

Ekki missa af eldheitum og líflegum umræðum í Spursmálum á mbl.is kl. 14.

mbl.is