Svona er dagur í lífi Íslendinga samkvæmt gervigreind

Lítur hefðbundinn dagur í þínu lífi svona út?
Lítur hefðbundinn dagur í þínu lífi svona út? Samsett mynd

Mynd­ir teiknaðar af gervi­greind nutu mik­illa vin­sælda á sam­fé­lags­miðlum árið 2023, en það er ým­is­legt sem gervi­greind­in get­ur teiknað upp. Á dög­un­um birt­ist mynd­band á TikT­ok-reikn­ingn­um AItra­sket þar sem gervi­greind hafði verið notuð til að teikna upp hefðbund­inn dag á Íslandi. 

Dag­ur­inn byrj­ar í svefn­her­bergi þar sem ung­ur maður, sem á að vera „hefðbund­inn“ Íslend­ing­ur, sef­ur. Hann virðist vera í timb­ur­húsi og það er snjór fyr­ir utan, en hann sef­ur und­ir flísteppi með ís­lenska fán­an­um og hef­ur einnig strengt borða með ís­lensk­um fán­um fyr­ir ofan rúmið. Svo er sýnt frá morg­un­matn­um, en hann fékk sér egg, brauð, fisk, blá­ber og jóg­úrt í morg­un­mat.

Er þetta hefðbundin morgunrútína Íslendinga?
Er þetta hefðbund­in morg­un­rútína Íslend­inga? Sam­sett mynd

Maður­inn held­ur svo út í fjall­göngu og skell­ir sér í nátt­úru­laug með hund­inn sinn sem virðist vera ís­lensk­ur fjár­hund­ur. Fé­lag­arn­ir virðast vera að eiga afar góðan dag þar til það byrj­ar allt í einu að gjósa.

Félagarnir fara í fjallgöngu og skella sér í náttúrulaug eins …
Fé­lag­arn­ir fara í fjall­göngu og skella sér í nátt­úru­laug eins og vin­sælt er að gera á Íslandi. Sam­sett mynd

Því næst er maður­inn kom­inn á hest og flýr eld­gosið ásamt öðrum hest­um og dýr­um, en svo fara hlut­irn­ir að breyt­ast mjög mikið. Á næstu mynd sigl­ir maður­inn ásamt hund­in­um sín­um frá eld­gos­inu í miklu óveðri, en nú er maður­inn kom­inn með grátt skegg og virðist hafa elst heil­mikið.

Hlutirnir byrja að breytast mikið eftir að það byrjar að …
Hlut­irn­ir byrja að breyt­ast mikið eft­ir að það byrj­ar að gjósa. Sam­sett mynd

Frá eld­gosi yfir á gríðar­stórt vík­inga­skip

Hlut­irn­ir eru greini­lega fljót­ir að breyt­ast hér á klak­an­um, en á næstu mynd er maður­inn stadd­ur fyr­ir fram­an gríðar­stórt vík­inga­skip á bátn­um sem hann flúði eld­gosið í. Hann fer um borð í vík­inga­skipið og hitt­ir þar skegg­prúða vík­inga. Því næst virðist maður­inn hafa tekið stjórn á skip­inu og stend­ur þar fremst, en nú er hann kom­inn með hund af teg­und­inni Husky.

Á tíma hans með vík­ing­un­um breyt­ist út­lit manns­ins heil­mikið, en hann flakk­ar á milli þess að vera nán­ast hvít­hærður yfir í að vera með brúnt hár og grátt hár. 

Hér má sjá að útlit mannsins og hundsins breytast þó …
Hér má sjá að út­lit manns­ins og hunds­ins breyt­ast þó nokkuð. Sam­sett mynd

Dans­andi norður­ljós og hvítt skegg

Maður­inn kveður vík­ing­ana und­ir lok dags og held­ur heim á leið, en þegar hann kem­ur heim taka á móti hon­um dans­andi norður­ljós á himn­in­um. Á ferðalagi hans heim breytti hund­ur­inn hans einnig um lit og er nú orðinn eins og hann var í byrj­un, ljós­brúnn og hvít­ur ís­lensk­ur fjár­hund­ur.

Dag­ur­inn end­ar svo á sama stað og hann byrjaði, í svefn­her­berg­inu, en nú er maður­inn hins veg­ar orðinn hvít­hærður með sítt hvítt skegg. Hann virðist hafa ákveðið breyta her­berg­inu sínu aðeins áður en hann fór að sofa, eða hrein­lega farið að sofa í öðru her­bergi í hús­inu, en nú er stór ís­lensk­ur fáni fyr­ir ofan rúmið og út um glugg­ann má sjá rauð hús.

Enda ekki allir Íslendingar daginn sinn svona?
Enda ekki all­ir Íslend­ing­ar dag­inn sinn svona? Sam­sett mynd

Mynd­bandið hef­ur vakið þó nokkra at­hygli, en þegar hafa yfir 657 þúsund not­end­ur horft á það. Það var eitt og annað sem vakti upp spurn­ing­ar meðal áhorf­enda, en einn spurði: „Þannig að á Íslandi eld­ist þú um 60 ár á hverj­um degi???“ á meðan ann­ar skrifaði: „Sem Íslend­ing­ur get ég staðfest að þetta er mitt dag­lega líf.“

mbl.is