Telur ekki ástæðu til að íhuga stöðu sína

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Samsett mynd

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra tel­ur skýrt að álit umboðsmanns kalli ekki á að hún íhugi stöðu sína sem ráðherra. Seg­ir hún að mál henn­ar og Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra, sem hætti sem fjár­málaráðherra eft­ir álit umboðsmanns, séu ólíkt vax­in.  

Raun­ar tel­ur hún að fyrst og fremst megi nýta álitið til laga­breyt­inga þar sem hval­veiðilög­gjöf­in verði „færð til nú­tím­ans“.

Eng­um til­mæl­um beint til henn­ar 

Tel­ur þú skýrt að þú þurf­ir ekki að íhuga stöðu þína sem ráðherra í ljósi álits umboðsmanns?

Já ég tel það al­gjör­lega skýrt. Fyrst og fremst vegna þess að þarna er fjallað um það hvernig und­ir­bún­ingi og setn­ingu reglu­gerðar­inn­ar var háttað. Umkvört­un­in snýr að henni og und­ir­bún­ingi henn­ar.

Umboðsmaður spyr átta um­fangs­mik­illa spurn­inga og það sem stend­ur út af er það að reglu­gerðin hafi ekki átt sér nægj­an­lega stoð í lög­um um hval­veiðar og að út­gáfa reglu­gerðar­inn­ar hafi ekki sam­rýmst kröf­um um meðal­hóf. Hins veg­ar felst umboðsmaður á fjölda mörg önn­ur sjón­ar­mið sem koma fram í sam­skipt­um við ráðuneytið. Umboðsmaður bein­ir eng­um sér­stök­um til­mæl­um til mín um að aðhaf­ast að öðru leyti en að hafa álitið til hliðsjón­ar til framtíðar,“ seg­ir Svandís. 

Hyggst breyta lög­gjöf­inni

En þegar horft er til framtíðar. Muntu á næsta hval­veiðiári beita þér fyr­ir því að höml­ur verði sett­ar á hval­veiðar?

„Nú er ekk­ert leyfi í gildi því það rann út um síðustu ára­mót. Það yrði því ný um­fjöll­un um þessi mál ef til þess kæmi. Álit umboðsmanns er gagn inn í þá umræðu en ekki síður inn í þá framtíðar sýn um það hvert við vilj­um fara með þessa at­vinnu­grein,“ seg­ir Svandís.

Hver er afstaða þín til at­vinnu­grein­ar­inn­ar til framtíðar?

„Mín afstaða er sú að mér finnst gríðarlega mik­il­vægt að horft sé til dýra­vel­ferðasjón­ar­miða, loft­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða eða efna­hags­legra sjón­ar­miða í öll­um ákvörðunum og ég sem emb­ætt­ismaður gæti sér­stak­lega að því. En ég hef líka sagt að ég vilji færa lög­gjöf­ina til nú­tím­ans. Mér finnst rétt að hefjast handa við þann und­ir­bún­ing,“ seg­ir Svandís. 

Tel­ur þú að í þinni ráðherratíð að þú mun­ir samþykkja frek­ari hval­veiðiheim­ild­ir?

„Það verður tím­inn að leiða í ljós. Mín­ar ákv­arðanir verða að byggja á þeim heim­ild­um sem ég hef. Hér hef ég fengið ákveðna leiðsögn í því hverj­ar þær eru,“ seg­ir Svandís.

mbl.is