Telur nauðsynlegt að kalla saman þing

Bergþór kveðst þeirrar skoðunar að Svandís eigi að segja af …
Bergþór kveðst þeirrar skoðunar að Svandís eigi að segja af sér. Samsett mynd

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir nauðsyn­legt að kalla sam­an Alþingi strax eft­ir helgi til að fara yfir álit umboðsmanns um vinnu­brögð Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra. 

„Það er ótækt að þetta liggi órætt til 22. janú­ar í ljósi al­var­leika máls­ins,“ seg­ir Bergþór sem hyggst fara fram á það að Alþingi verði kallað sam­an fyrr en áætlað var. 

„Ákúr­ur umboðsmanns eru mjög al­var­leg­ar, bæði er varðar það að meðal­hófs hafi ekki verið gætt og að þarna hafi bein­lín­is verið brotið gegn lög­um. Það verður auðvitað að hafa í huga í því sam­hengi hvort að ráðherr­ann var í góðri trú eða ekki þegar það var gert. Það var aug­ljós­lega ekki, það sást á gögn­um máls­ins strax í byrj­un þegar ráðherr­ann hafði verið varaður við þessu af ráðuneyti sínu,“ seg­ir hann. 

Áhuga­vert að rifja upp orð Svandís­ar í sam­bæri­leg­um mál­um

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagðist Svandís telja skýrt að álit umboðsmanns kalli ekki á að hún íhugi stöðu sína sem ráðherra. Sagði hún jafn­framt að mál henn­ar og Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra, sem hætti sem fjár­málaráðherra eft­ir álit umboðsmanns, væru ólíkt vax­in.  

Bergþór seg­ir það mjög „selektívt“ af Svandísi að nálg­ast málið með þess­um hætti. Í því sam­hengi seg­ir hann það geta orðið áhuga­vert að rifja upp orð Svandís­ar í sam­bæri­leg­um mál­um á fyrri stig­um. Tek­ur hann sem dæmi að Svandís hafi haft sig tölu­vert í frammi þegar Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir sagði af sér sínu embætti árið 2014. 

For­herðing í yf­ir­lýs­ingu Svandís­ar

Því til viðbót­ar seg­ir hann ekki mikla iðrun að sjá í yf­ir­lýs­ingu Svandís­ar sem hún birti á Face­book fyrr í dag. „Þar er bara að sjá meiri for­herðingu,“ seg­ir hann. 

Spurður hvort hann sé þeirr­ar skoðunar að Svandís ætti að segja af sér vegna máls­ins seg­ir hann: 

„Mér hef­ur alla tíð þótt, margra hluta vegna, að Svandís ætti að segja af sér af því að hún er ekki góður mat­vælaráðherra. Sú afstaða mín hef­ur verið skýr lengi.“ 

mbl.is