Álitið verður ekki án afleiðinga

Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason.
Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir/Hallur

„Álit umboðsmanns kem­ur mér ekki á óvart enda í sam­ræmi við þá gagn­rýni sem þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar á meðal ég, sett­um fram á stjórn­sýslu ráðherra. Ég stend við það sem ég sagði, að ráðherr­ann kastaði blautri tusku í and­lit stjórn­arþing­manna og rýrði það traust sem verður að ríkja milli stjórn­ar­flokka. Álit umboðsmanns ber að taka al­var­lega og það get­ur ekki verið án af­leiðinga,“ seg­ir Óli Björn Kára­son alþing­ismaður í sam­tali við Morg­un­blaðið þegar leitað er viðbragða hans við því áliti umboðsmanns Alþing­is að Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hafi brotið lög þegar hún bannaði hval­veiðar tíma­bundið sl. sum­ar.

Teit­ur Björn Ein­ars­son alþing­ismaður seg­ir málið al­var­legt. „Það er al­var­legt að brjóta lög­mæt­is­reglu og meðal­hófs­reglu stjórn­sýslu- og stjórn­skip­un­ar­rétt­ar með þess­um hætti, sér­stak­lega þegar höfð eru í huga at­vinnu­rétt­indi sem eru stjórn­ar­skrár­var­in grund­vall­ar­rétt­indi fólks. Það er líka al­var­legt að valda fjölda fólks miklu tjóni með þess­um hætti og raska veru­lega lög­mætri at­vinnu­starf­semi sem og að baka rík­inu skaðabóta­ábyrgð, ef að lík­um læt­ur,“ seg­ir hann.

„Ný­lega var gefið for­dæmi hjá ráðherra um það hvernig skapa megi sátt og traust um störf­in fram und­an. Þetta snýst ekki um per­sónu ráðherr­ans eða mat henn­ar á því hvort hún eigi að segja af sér eða ekki, held­ur trú­verðug­leika og traust sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir geta lagt til grund­vall­ar áfram­hald­andi sam­starfi um þau verk­efni sem þeir hafa komið sér sam­an um. Það er það póli­tíska sam­tal sem þarf að fara fram.“

Nýt­ur Svandís þíns trausts?

„Ég sagði í sum­ar að þetta mál væri henni mik­ill álits­hnekk­ir. Ég stend við þá skoðun mína,“ seg­ir Teit­ur Björn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina