Hvalur mun krefjast skaðabóta

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstaða umboðsmanns Alþing­is er af­drátt­ar­laus og skýr um það að ráðherra braut gegn at­vinnu- og eign­ar­rétt­ind­um Hvals og skeytti raun­ar engu um slík sjón­ar­mið. Þetta er kunn­ug­legt stef í stjórn­sýslu ráðherr­ans,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið, þegar leitað var viðbragða hans við því áliti Umboðsmanns Alþing­is að tíma­bundið hval­veiðibann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra sé ólög­mætt.

„Hún læt­ur eig­in póli­tísk sjón­ar­mið ráða för hvað sem líður öðrum hags­mun­um, ef þeir eru henni ekki að skapi. Að sjálf­sögðu mun Hval­ur sækja bæt­ur vegna þess stór­fellda tjóns sem fé­lagið og starfs­menn þess hafa orðið fyr­ir,“ seg­ir Kristján.

Stefán A. Svens­son hæsta­rétt­ar­lögmaður sem gætt hef­ur hags­muna Hvals í mál­inu seg­ir að niðurstaða Umboðsmanns sé afar ít­ar­leg og vel rök­studd, þ.á.m. með vís­an til fjöl­margra dóma og fræðasjón­ar­miða.

„Niðurstaðan er í sam­ræmi við meg­in­for­send­ur mála­til­búnaðar Hvals og staðfest­ir að brotið hafi verið al­var­lega gegn stjórn­skipu­lega vernduðum rétt­ind­um fé­lags­ins. Það er Hvals að ákveða næstu skref,“ seg­ir Stefán.

Hann bend­ir á að Umboðsmaður rök­styðji í ít­ar­legu máli að reglu­gerð ráðherra hafi verið án full­nægj­andi laga­stoðar. Hafi rök­stuðning­ur­inn einkum hverfst um að reglu­gerð ráðherra hafi í reynd ein­göngu byggst á dýra­vel­ferðarsjón­ar­miðum en ráðherr­ann hafi hins veg­ar horft fram hjá stjórn­skipu­lega vernduðum hags­mun­um Hvals af at­vinnu­starf­semi sinni og þeim nýt­ing­ar­sjón­ar­miðum sem liggja að baki heim­ild­um til setn­ing­ar reglu­gerða um tak­mörk­un veiðitíma, sam­kvæmt lög­um um hval­veiðar. Með öðrum orðum, þá hafi ráðherra hvorki gætt að stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um Hvals né þeim laga­sjón­ar­miðum sem bjuggu að baki reglu­gerðar­heim­ild sem er að finna í 4. grein laga um hval­veiðar. Reglu­gerðin sé því án laga­stoðar.

Stefán seg­ir að Umboðsmaður taki sjálf­stæða af­stöðu til málsmeðferðar ráðherra og að í júní 2023 hafi ekki verið kom­in fram at­vik sem gáfu til­efni til að að ætla að ráðherra gæti gert grund­vall­ar­breyt­ing­ar á heim­ild­um Hvals til veiða á langreyðum 2023. Reglu­gerðin hafi falið í sér „fyr­ir­vara­lausa og veru­lega íþyngj­andi ráðstöf­un m.t.t. stöðu og hags­muna Hvals hf.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina