Má ekki bjóða sig fram til forseta

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Listamaður­inn Erna Mist seg­ir að hún verði fyr­ir for­dóm­um þar sem henni er meinað að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Hún er gest­ur í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    „Þetta eru bara ald­urs­for­dóm­ar," seg­ir hún þegar talið berst að þeirri staðreynd að sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins eru enn níu ár þar til hún má bjóða sig fram til embætt­is­ins. Hún er fædd árið 1998 og í stjórn­ar­skránni er kveðið á um að for­setafram­bjóðend­ur þurfi að hafa náð til­skild­um lág­marks­aldri, þ.e. 35 árum.

    Erna Mist og Runólfur Ágústsson ræddu meðal annars aldursmörk fyrir …
    Erna Mist og Run­ólf­ur Ágústs­son ræddu meðal ann­ars ald­urs­mörk fyr­ir for­setafram­bjóðend­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

    Væri það ekki gjörn­ing­ur að þú mynd­ir bjóða þig fram og láta reyna á þetta fyr­ir dóm­stól­um?

    „Ég er bara ekki gjörn­ingalistamaður,“ svaraði Erna Mist og kallaði fram hlátra­sköll frá öðrum viðstödd­um.

    Maður velt­ir fyr­ir sér. Nú sér maður í Banda­ríkj­un­um að það eru tveir elliær­ir menn að bjóða sig fram og lík­leg­ast­ir til að ná kjöri, og reynd­ar þeir einu eru að detta inn á níræðis­ald­ur. ER ekki eitt­hvað und­ar­legt við að við setj­um ald­urs­mörk­in á hinn veg­inn hjá okk­ur. Nú meg­um við kjósa frá því að við erum 18 ára, er ekki bara eðli­legt að fólk sem hef­ur kosn­inga­rétt hafi einnig kjörgengi í kosn­ing­um sem þess­um? Hvað seg­ir sá elsti við borðið?

    Jú ég held að svona ald­urstak­mark­an­ir, hvort sem eru upp á við eða niður á við séu ekki góð hug­mynd,“ seg­ir Run­ólf­ur Ágústs­son, sem einnig er gest­ur Spurs­mála og bæt­ir við:

    „Við erum reynd­ar með ákveðin mörk bara, við treyst­um ekki börn­um til að kjósa eða stýra sínu sam­fé­lagi, þar eru mörk­in 18 ár ef ég man rétt. Við erum líka með efri mörk um sjö­tugt í flest ef ekki öll op­in­ber störf sem er í nútíðinni al­gjör­leg gal­in regla að mínu viti. Þetta var á þeim tíma þegar meðal­ald­ur þjóðar­inn­ar var lík­lega 15-20 árum lægri en hann er í dag. Flest fólk nær níræðis­aldri í dag og flest­ir eru með fulla starfs­orku um sjö­tugt og jafn­vel fólk sem hef­ur eng­an áhuga á að hætta. Þannig að þetta þarf að vera sveigj­an­legra og svona mörk eru í eðli sínu að mis­muna fólki. Það er ekki eðli­legt að mis­muna fólki út frá aldri.“

    Skemmti­leg umræða spannst um þetta atriði í þætt­in­um og sjón er sögu rík­ari í spil­ar­an­um hér að ofan.

    Viðtalið má svo sjá í heild sinni hér að neðan. Í þátt­inn mættu einnig þau Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­um alþing­ismaður og Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina