Telja einsýnt að ábyrgð Svandísar verði skoðuð

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ráðherrann hafa farið gegn ráðleggingum …
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ráðherrann hafa farið gegn ráðleggingum eigin sérfræðinga. Samsett mynd

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) telja ein­sýnt að ábyrgð mat­vælaráðherra á ólög­mætu hval­veiðibanni verði tek­in til skoðunar. Þá kalla þau eft­ir því að ríkið liðki fyr­ir því að skaðabæt­ur verði greidd­ar til þeirra sem hlutu tjón af.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

SFS vekja at­hygli á því að þau hafi frá byrj­un bent á að bann mat­vælaráðherra á veiðum á langreyðum hafi ekki verið í sam­ræmi við lög en sam­tök­in öfluðu lög­fræðilegs álits í kjöl­far ákvörðunar ráðherra og birti í sum­ar. Niðurstaða LEX lög­manns­stofu var sú að bannið hafi ekki verið reist á nægi­lega traust­um laga­grund­velli.

Þá hafi verið gengið gegn stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um Hvals hf. er varða eign­ar­rétt og at­vinnu­frelsi. 

„Til mik­ill­ar um­hugs­un­ar“

Sam­tök­in telja þá rétt að minna á að við rýni þeirra gagna sem lágu að baki ákvörðun mat­vælaráðherra hafi ráðherr­ann virt að vett­ugi ráðlegg­ing­ar sér­fræðinga ráðuneyt­is síns sem töldu meðal ann­ars nauðsyn­legt að rann­saka með sjálf­stæðum hætti all­ar mögu­leg­ar til­lög­ur til breyt­inga á reglu­gerð og áhrif þeirra, huga að meðal­hófi og gæta að and­mæla­rétti Hvals hf.

„Þegar hin ólög­mæta ákvörðun ráðherra lá fyr­ir töldu sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins einnig rétt að vekja máls á mögu­legri skaðabóta­ábyrgð sem af ákvörðun þess­ari gæti kviknað.

Að fyrr­greindu virtu verður ekki annað ráðið en að ásetn­ing­ur ráðherra hafi staðið til þess að virða mik­ils­verð rétt­indi leyf­is­hafa og skyld­ur fram­kvæmda­valds­hafa að vett­ugi. Það er til mik­ill­ar um­hugs­un­ar þegar ráðherra geng­ur svo um grund­vall­ar­rétt­indi fólks og fyr­ir­tækja,“ seg­ir í niður­lagi yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina