Þungur áfellisdómur yfir matvælaráðherra

Álit umboðsmanns er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum matvælaráðherra, að mati …
Álit umboðsmanns er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum matvælaráðherra, að mati Samfylkingarmannsins Jóhanns Páls Jóhanssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ekki ákveðið hvort hann muni krefjast af­sagn­ar Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþing­is, sem seg­ir að hún hafi með ólög­mæt­um hætti sett á tíma­bundið hval­veiðibann í sum­ar.

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir við mbl.is að álitið komi sér í raun ekki á óvart.

„Fram­ganga ráðherra hef­ur slegið mig mjög illa. Þetta álit er þung­ur áfell­is­dóm­ur yfir vinnu­brögðum ráðherra í þessu máli.“

Fynd­ist þér eðli­legt að mat­vælaráðherra segði af sér?

„Þetta er eitt­hvað sem við í þing­flokkn­um höf­um ekki rætt og fyrst og fremst eitt­hvað sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn þarf að svara,“ svar­ar Jó­hann Páll, sem tek­ur einnig fram að rík­is­stjórn­in í heild sinni njóti ekki trausts Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá hef­ur flokk­ur­inn held­ur ekki ákveðið hvort hann myndi kjósa með hugs­an­legri van­traust­stil­lögu.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Dap­ur­leg málsvörn mat­vælaráðherra

Jó­hann Páll kall­ar það „dap­ur­legt“ að fylgj­ast með málsvörn Svandís­ar eft­ir að álitið birt­ist. Svandís hef­ur talað um að umboðsmaður noti vægt orðalag og sagt að fram­ganga sín hafi í raun ekki verið lög­brot.

Ákvörðunin um að banna hval­veiðar tíma­bundið átti sér ekki nógu skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/​​1949 um hval­veiðar auk þess sem brotið var gegn meðal­hófs­reglu.

„Þetta er bara ofboðslega af­ger­andi niðurstaða um að at­hafn­ir ráðherra hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og að meðal­hófs hafi ekki verið gætt,“ seg­ir Jó­hann.

Svandís sagði sér til varn­ar að hval­veiðilög­in væru geng­in sér til húðar. Það er senni­lega rétt, að mati Jó­hanns er það „hlut­verk ráðherra að hafa for­göngu um breyt­ingu á lög­um, ekki að brjóta þau lög sem gilda í land­inu“.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Svandís hafi víst haft kosta völ

Svandís bar einnig fyr­ir sig að hún hefði haft engra kosta völ en að banna hval­veiðar tíma­bundið. Jó­hann bend­ir á að það sé ekki al­veg rétt.

„Umboðsmaður Alþing­is bend­ir sér­stak­lega á að það séu eng­in merki um að ráðherra hafi átt sam­skipti við Hval hf. um veiðiaðferðir og veiðibúnað, það er að segja að leita leiða til að ná mark­miðum dýra­vel­ferðalaga með minna íþyngj­andi úrræðum,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hon­um þyki að mat­vælaráðherra ætti á ein­hverja vegu að axla ábyrgð svar­ar Jó­hann Páll:

„Það er óumflýj­an­legt þegar það kem­ur af­ger­andi niðurstaða frá eft­ir­litsaðila um að ráðherra hafi brotið lög.“

Hann tel­ur þó að rík­is­stjórn­in verði sjálf að greiða úr þeim mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina