Mjög eðlilegt að ráðherra segi af sér

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Hanna …
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telja ekki óeðlilegt að matvælaráðherra segi af sér. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn/Eggert

„Það er mjög eðli­legt,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, spurður hvort hon­um þætti eðli­legt að mat­vælaráðherra segði af sér. Spurður hvernig staða rík­is­stjórn­ar­inn­ar blasi við hon­um eft­ir álitið seg­ir hann hana óbreytta og af­stöðu Pírata til henn­ar þá sömu og áður. „Þau hanga sam­an á lyg­inni,“ seg­ir Björn.

Um viðbrögð Vinstri-grænna við áliti umboðsmanns Alþing­is, seg­ir hann um ná­kvæm­lega sömu flótta­taktík og Bjarni notaði í Íslands­banka­mál­inu að ræða. Ákveðna vörn sem sé pakkað í.

Hvað finnst Birni um rök ráðherr­ans um orðalag álits­ins og að hval­veiðilög­in séu göm­ul?

„Það er ekk­ert sem kem­ur mér á óvart í þessu.“

Verður rætt á þing­flokks­fundi í dag

„Við höf­um ekki farið yfir þau mál í smá­atriðum,“ seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, spurð hvort þing­flokk­ur­inn hafi tekið af­stöðu til þess hvort kraf­ist yrði af­sagn­ar Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra, lögð fram van­traust­stil­laga eða afstaða tek­in til til­lögu um það ef fram kæmi.

Þing­flokk­ur Viðreisn­ar fund­ar klukk­an eitt í dag, en að sögn Hönnu Katrín­ar verður álit umboðsmanns Alþing­is meðal ann­ars til umræðu á fund­in­um.

„Mér finnst þetta mál fyrst og fremst liggja hjá stjórn­ar­meiri­hlut­an­um núna. Það er þeirra að ákveða hvernig þau ætla að koma sér út úr þessu máli,“ seg­ir Hanna Katrín og seg­ir Viðreisn bíða átekta eft­ir út­spili stjórn­ar­meiri­hlut­ans. Spurð hvort henni þætti eðli­legt að mat­vælaráðherra segði af sér svar­ar Hanna að sér þætti ekki óeðli­legt að það yrði eitt af því sem yrði skoðað þegar þing kem­ur sam­an á ný.

Þingið kann að þurfa að grípa inn í

„Mér finnst eðli­leg­ast að þeir sem bera ábyrgð á rík­is­stjórn­ar­setu Svandís­ar geri okk­ur grein fyr­ir því hvernig þeir ætli að taka á þessu,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins.

„Ef rík­is­stjórn­in reyn­ist ófær um það eins og annað gæti þingið þurft að grípa inn í,“ bæt­ir hann við og gef­ur til kynna að van­traust­stil­laga vofi yfir mat­vælaráðherra.

„Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætl­ar að láta það viðgang­ast að formaður þeirra segi sig frá ráðherra­embætti en Vinstri-græn­ir séu ekki und­ir sömu sök seld­ir, í sams kon­ar eða af­drifa­rík­ara máli, virðast þeir end­an­lega bún­ir að gef­ast upp.“

Hann minn­ir á að Svandís sé góðkunn­ingi dóm­stóla og eft­ir­lits­stofn­ana til margra ára og tel­ur dóma eða ákúr­ur engu máli skipta þegar hún eigi í hlut, enda sé hún í betri póli­tík en aðrir.

„Ef þetta fær að viðgang­ast hjá henni er jafn­ræði fyr­ir lög­um og lýðræðis­leg stjórn­skip­an ekki leng­ur prinsipp­atriði að mati rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina