Vantrauststillaga í mótun - Svandís á að segja af sér

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eyþór

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, seg­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra eigi að segja af sér. Hún seg­ist vera með í mót­un van­traust­stil­lögu gegn Svandísi þegar þing kem­ur sam­an þann 22. þessa mánaðar.

Spjót­in hafa staðið á Svandísi eft­ir álit umboðsmanns Alþings um fyr­ir­vara­laust hval­veiðibann Svandís­ar síðastliðið sum­ar og viðbragða ráðherr­ans og flokks henn­ar í kjöl­far álits umboðsmanns Alþing­is, sem birt var á föstu­dag­inn.

Meiri lík­ur en minni

„Það ligg­ur al­veg á borðinu að van­traust­stil­lag­an gegn Svandísi er í veru­legri mót­un og það eru mun meiri lík­ur en minni að ég leggi hana fram,“ seg­ir Inga Sæ­land við mbl.is.

Inga seg­ir að Flokk­ur fólks­ins sé sam­stíga en spurn­ing um hvort öll stjórn­ar­andstaðan verði sam­stíga með van­traust­stil­lög­una.

„Það er mjög erfitt á stjórn­ar­heim­il­inu eft­ir þetta álit umboðsmanns Alþing­is. Það hafa komið allskon­ar yf­ir­lýs­ing­ar bæði frá Sjálf­stæðismönn­um og fleir­um og það er orðið erfitt fyr­ir þá að snúa frá öll­um þeim stóru yf­ir­lýs­ing­um sem þeir hafa gefið gagn­vart ráðherr­an­um,“ seg­ir Inga.

Inga seg­ir álit umboðsmanns Alþing­is hafi alls ekki komið sér á óvart.

„Þetta er mjög skýrt álit. Hún braut á lög­mæt­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar. Hún gekk gegn meðal­hófi og at­vinnu­frelsi og var að brjóta stjórn­ar­skrána. Það kom öll­um á óvart að hún skildi koma með þessa gjörn­inga rétt áður en flot­inn átti að leggja úr landi. Tæp­um þrem­ur vik­um áður hafði hún sagt að hún hefði eng­ar laga­lega heim­ild­ir til þess að grípa inní að svo stöddu og að Hval­ur hf. hefði veiðileyfi. Allt í einu and­stætt öllu því sem henni hafði verið ráðlagt og vöruð við af sér­fræðing­um þá legg­ur hún und­ir sig haus­inn og kem­ur með þess­ar reglu­gerðir,“ seg­ir Inga.

Á ekki að vera með há­stemmd­ar yf­ir­lýs­ing­ar

Inga seg­ir að ráðherr­ann sé að baka rík­is­sjóði hundruða millj­óna króna skaðabóta­skyldu og hún seg­ir að Svandísi eigi ekki að vera með há­stemmd­ar yf­ir­lýs­ing­ar um að hún þurfi ekki að segja af sér held­ur eigi hún að axla ábyrgð og segja af sér.

„Það mun verða mjög erfitt fyr­ir stjórn­ar­liðana að fella þetta van­traust miðað við all­ar yf­ir­lýs­ing­arn­ar sem hafa komið fram og þá sér­stak­lega frá Sjálf­stæðis­flokkn­um. Rík­is­stjórn­in mun nýta sér það hún seg­ist þurfa að standa sam­an í gegn­um kjara­samn­ing­ana þótt það verði ekki lengra nema það. En þá kem­ur líka í ljós trú­verðug­leiki þeirra.“

mbl.is