„Alltaf ýmislegt sem kemur til greina í pólitík“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, vill ekki tjá sig um stöðu Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra í rík­is­stjórn­inni í kjöl­far álits umboðsmanns Alþing­is um fyr­ir­vara­laust hval­veiðibann Svandís­ar liðið sum­ar.

„Hún hef­ur sagt að álitið sé í yf­ir­ferð og í skoðun í ráðuneyt­inu og ég tel eðli­legt að leyfa því að hafa sinn tíma. Álit umboðsmanns­ins er í sam­ræmi við það sem við höf­um bent á og snýst á end­an­um ekki um hval­veiðar held­ur stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi um at­vinnu­frelsi óháð því um hvern ræðir. Það eru ákveðnar regl­ur sem þarf að fylgja,“ sagði Þór­dís Kol­brún við mbl.is eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag.

Hún seg­ir að næstu skref liggi ekki fyr­ir og muni bara koma í ljós en vill að öðru leyti ekki út­tala sig um stöðu Svandís­ar að þessu sinni.

Fór ekki með til póli­tískra sátta við rík­is­stjórn­ar­borðið

Spurð hvort staða Svandís­ar í rík­is­stjórn­inni sé ekki orðin veik svar­ar Þór­dís Kol­brún:

„Hér er um að ræða ákvörðun sem hún tók án þess að fara með það fyr­ir þingið og í raun­inni ekki til ein­hverja póli­tískra sátta við rík­is­stjórn­ar­borðið. Þau sjón­ar­mið sem við höfðum uppi og höfðum áhyggj­ur af birt­ast í áliti umboðsmanns Alþing­is.  Auðvitað hef­ur það allt áhrif en málið er í frek­ari meðferð og ég ætla að leyfa þeim sem þurfa að vinna þá vinnu að gera það.“

Spurð hvort henni finnst koma til greina að Svandís skipti um ráðuneyti kjósi hún að halda ótrauð áfram í rík­is­stjórn­inni eins og hún hef­ur sagt seg­ir Þór­dís Kol­brún:

„Það er alltaf ým­is­legt sem kem­ur til greina í póli­tík. Við tök­um bara eitt skref í einu. Hún er með ákveðna vinnu í gangi hjá sér sem hún fær að minni hálfu frið til þess að vinna.“

Þór­dís seg­ir að rík­is­stjórn­in sé búin að starfa sam­an í rúm sex ár þar sem margt hafi gerst og að ár­ang­ur hafi náðst í mörg­um stór­um mál­um til hags­bóta fyr­ir fólk sem á end­an­um skipti öllu máli.

„Við erum í þjón­ustu­hlut­verki fyr­ir fólkið í land­inu. Við tók­um okk­ur sam­an og sett­um okk­ur verk­efni til þess að gera það með þess­um góða hópi í stjórn­ar­meiri­hlut­an­um og það er ennþá verk­efni sem þarf að finna lausn á og ná sam­an um og lend­ingu.“

Þór­dís seg­ir að efna­hags­mál­in séu þar lang­stærst og hún nefn­ir einnig kjaraviðræðurn­ar og út­lend­inga­mál­in. Hún seg­ir sann­færð um að þessi rík­is­stjórn sé vel sam­sett til að ná sam­an um þau verk­efni.

mbl.is