Ríkisstjórnarsamstarfið sé að verða algjör farsi

Þorgerður Katrín segir boltann vera hjá ríkisstjórninni.
Þorgerður Katrín segir boltann vera hjá ríkisstjórninni. mbl.is/Samsett mynd/Arnþór

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir að bolt­inn sé hjá rík­is­stjórn­inni hvað varðar hvernig tekið verði á áliti umboðsmanns Alþing­is er varðar Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

„Mat­vælaráðherra er bú­inn að segj­ast taka þessu al­var­lega, áliti umboðsmanns Alþing­is, sem var mjög af­ger­andi – mjög skýrt álit. Það er al­veg ljóst að þau þurfa að eiga frek­ari sam­töl, þess­ir flokk­ar, aðallega Vinstri græn­ir og Sjálf­stæðis­flokk­ur,“ seg­ir Þor­gerður.

Þing­flokk­ur Viðreisn­ar fundaði í dag þar sem meðal ann­ars var rætt álit umboðsmanns Alþing­is, sem seg­ir að ekki hafi verið skýr stoð í lög­um fyr­ir hval­veiðibanni Svandís­ar né hafi hún gætt meðal­hófs.

Tek­ur ekki af­stöðu til van­trausts að svo stöddu

Spurð að því hvort að Viðreisn muni styðja hugs­an­lega van­traust­stil­lögu gegn Svandísi tek­ur hún ekki af­stöðu til þess að svo stöddu. Hún seg­ir að þetta sé rík­is­stjórn­ar­inn­ar að út­kljá á meðan þing er ekki að störf­um.

„Það er talað um að vika sé lang­ur tími í póli­tík, hvað þá tvær vik­ur fram að þingi, og ég ætla bara að láta þenn­an bolta vera hjá rík­is­stjórn­inni,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Þetta er að verða al­gjör farsi þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf og þetta er bara ein birt­ing­ar­mynd­in af því sem blas­ir við þjóðinni núna eig­in­lega á hverj­um ein­asta degi og hverri ein­ustu viku. Þessu verður að fara linna. Það verður að fara stýra land­inu en ekki alltaf vera í þess­um hringlanda­hætti eins og rík­is­stjórn­in er að bjóða upp á.“

Heyr­ist ekk­ert í for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins

Þor­gerður seg­ir að Viðreisn meti það sem svo að bolt­inn sé hjá rík­is­stjórn­inni og að Viðreisn muni ekki sker­ast í leik­inn fyrr en þing kem­ur sam­an.

„Það eru tvær vik­ur þangað til að þing kem­ur sam­an og bolt­inn er hjá rík­is­stjórn­inni. Á meðan þau eru ekki búin að tala skýrt um það hver henn­ar viðbrögð eru að þá tel ég ekki ástæðu enn þá fyr­ir okk­ur í Viðreisn að stíga þarna inn fyrr en þing kem­ur sam­an. En við verðum að sjá hvað flokk­arn­ir gera.“

Hún seg­ir að ekk­ert hafi heyrst í Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, né Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og að það þyrfti að fá á hreint hvað þau segja og hvernig þau í rík­is­stjórn­inni ætli að taka á mál­inu.

Þor­gerður seg­ir að þegar að þing komi sam­an muni ekki standa á Viðreisn að taka á þessu máli.

„Það sorg­lega við þetta allt er að það bíður allt á meðan. Það er eins og þau geti ekki af­greitt mörg mál í einu. Bæði það hvernig ráðherra axl­ar ábyrgð, klára efna­hags­mál­in, kjara­mál­in og heil­brigðismál­in. Rík­is­stjórn­in verður að fara standa und­ir nafni og þeirri ábyrgð sem því fylg­ir að vera í rík­is­stjórn,“ seg­ir Þor­gerður.

mbl.is