Sér ekki ráðuneytis hrókeringar fyrir sér

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, tel­ur ekki að álit umboðsmanns Alþing­is stefni stjórn­ar­sam­band­inu í hættu.

Þetta seg­ir ráðherr­ann í sam­tali við mbl.is en hann kveðst ekki sjá fyr­ir sér nein­ar „hróker­ing­ar“ vegna máls­ins.

„Við vit­um af óánægju með þetta mál hjá þing­mönn­um sam­starfs­flokka VG og það hef­ur legið fyr­ir frá því í sum­ar þegar mat­vælaráðherra tók þessa ákvörðun.“

Ekki enn kom­in fram van­traust­stil­laga

Ef til þess kem­ur að van­traust­stil­laga verði lögð fram og samþykkt, þá eru til ný­leg for­dæmi fyr­ir því að ráðuneyt­is­skipti eigi sér stað. Tel­ur þú ein­hverj­ar lík­ur á að þið farið þá leið? 

„Í fyrsta lagi þá er ekki kom­in fram van­traust­stil­laga og í öðru lagi veit ég líka að í mat­vælaráðuneyt­inu er auðvitað verið að rýna þessa niður­stöðu umboðsmanns,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Svo ég held að það sé allt of snemmt að fara að velta ein­hverju svona fyr­ir sér, fyr­ir nú utan það að ég sé ekki fyr­ir mér að það sé verið að gera hróker­ing­ar út af þessu máli.“ 

mbl.is