Skeytti í engu um ráðgjöf

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyr­ir ligg­ur að Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra var ít­rekað vöruð við að leggja í þá veg­ferð sem hún þó fór í, að banna hval­veiðar tíma­bundið sl. sum­ar.

Þetta má sjá af minn­is­blöðum sem sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins á skrif­stofu sjálf­bærni sendu ráðherr­an­um í aðdrag­anda þess að hún ákvað að banna veiðarn­ar sl. sum­ar.

Kröf­ur um rétt­mæti, meðal­hóf og rann­sókn­ar­skyldu

Í minn­is­blaði skrif­stof­unn­ar til ráðherra 12. júní sl. seg­ir að öll reglu­setn­ing á grund­velli þeirra heim­ilda sem rakt­ar voru í minn­is­blaðinu þurfi, auk laga­áskilnaðarreglna, „að upp­fylla kröf­ur um rétt­mæti og meðal­hóf og rann­sókn­ar­skyldu ráðuneyt­is­ins. Í því felst að all­ar ákv­arðanir þurfa að vera hófstillt­ar og byggj­ast á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum auk þess að vera reist­ar á viðeig­andi og full­nægj­andi upp­lýs­ing­um.“

Þá seg­ir að huga beri að því að öll reglu­setn­ing fyr­ir kom­andi vertíð hafi ekki í för með sér óhæfi­lega rösk­un á starf­semi Hvals hf. um­fram það sem eðli­legt sé og óhjá­kvæmi­legt. Hinn skammi frest­ur og fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir leyf­is­hafa af því að geta skipu­lagt starf­semi sína í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur setji því nokkr­ar skorður við hversu langt sé hægt að ganga.

Þá seg­ir: „Mik­il­vægt er að vandað sé til verka og að þeim sem hags­muni kunna að hafa af um­rædd­um breyt­ing­um sé gert viðvart um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á reglu­verki og veitt­ur kost­ur á að tjá sig um þær og gæta hags­muna sinna.“

Meðal­hófs­mat lagt á þegar sjón­ar­mið leyf­is­hafa liggja fyr­ir

Í minn­is­blaði sömu skrif­stofu ráðuneyt­is­ins, dag­settu 16. júní, er mat­vælaráðherra hvatt­ur til að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um frá und­ir­stofn­un­um ráðuneyt­is­ins áður en efni vænt­an­legr­ar reglu­gerðar verði af­markað og lagt til að haft verði sam­ráð við Hval vegna þessa.

Þar seg­ir einnig að rétt sé að til­kynna leyf­is­hafa um fyr­ir­hugaðar reglu­gerðarbreyt­ing­ar og gefa hon­um kost á að tjá sig um efni þeirra og koma sjón­ar­miðum sín­um að öðru leyti á fram­færi. „Þegar sjón­ar­mið leyf­is­hafa liggja fyr­ir verður lagt meðal­hófs­mat á fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar með hliðsjón af and­mæl­um aðila,“ seg­ir í minn­is­blaðinu.

Mat­vælaráðherra tók ekki til­lit til þess­ar­ar ráðgjaf­ar eig­in sér­fræðinga við ákvörðun sína um hval­veiðibannið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: