Skip Síldarvinnslunnar með yfir 215 þúsund tonn

Börkur NK náði að veiða heil 71.366 tonn á síðasta …
Börkur NK náði að veiða heil 71.366 tonn á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar lönduðu rétt rúm­lega 195 þúsund tonn­um á síðasta ári og var afli tog­ara fé­lags­ins (að frá­töld­um skip­um Vís­is) tæp­lega 21 þúsund tonn af bol­fiski. At­hygli vek­ur að afla­verðmæti frysti­tog­ar­ans Blængs NK var tæp­lega þrír millj­arðar króna.

Vertíðir upp­sjáv­ar­skip­anna gengu all­ar vel hvort sem um ræðir veiðar á ís­lenskri sum­argots­s­íld, norsk-ís­lenskri síld, mak­ríl, kol­munna eð loðnu, að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Grét­ar Örn Sig­finns­son, rekstr­ar­stjóri út­gerðar Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir í færsl­unni að upp­sjáv­ar­veiðin árið 2023 hafi gengið eins og í sögu. „Það er varla hægt að hugsa sér þetta betra. Börk­ur og Beit­ir eru afla­hæstu ís­lensku upp­sjáv­ar­veiðiskip­in og Barði var líka að gera það afar gott. Bjarni Ólafs­son kom ein­ung­is til aðstoðar í skamm­an tíma á loðnu­vertíðinni. Ég held að til dæm­is loðnu­veiðin hafi ekki getað gengið bet­ur, það var allt hag­stætt og þá ekki síst veðrið. Nýja árið byrj­ar líka vel. Kol­munna­veiðarn­ar á gráa svæðinu og í fær­eysku lög­sög­unni fara ágæt­lega af stað en það er gíf­ur­leg­ur fjöldi skipa á miðunum núna.“

Bjarni Ólafsson lá mikið bundinn við bryggju á síðasta ári.
Bjarni Ólafs­son lá mikið bund­inn við bryggju á síðasta ári. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Á síðasta ári landaði Börk­ur NK 71.366 tonn, Beit­ir NK, 70.074 tonn, Barði NK 45.510 tonn og Bjarni Ólafs­son AK 8.250 tonn. Vak­in er at­hygli á að Bjarni Ólafs­son var aðeins á veiðum hluta af síðustu loðnu­vertíð en var að öðru leiti ekki í notk­un.

Þá seg­ir í færsl­unni að gamli Börk­ur, eða „Stóri Börk­ur“ eins og hann var oft kallaður, fiskaði yfir 70.000 tonn á ári á ár­un­um 2000 – 2004 og var afli hans yfir 80.000 tonn árin 2002 og 2003.

Afla­verðmætið aldrei meira

Veiðar gengu einnig vel hjá tog­ur­um sam­stæðunn­ar á síðasta ári og veiddu Vest­manna­ey VE og Berg­ur VE bæði yfir fjög­ur þúsund tonn, Berg­ur 4.448 tonn og Vest­manna­ey 4.335 tonn.

„Afla­verðmæti skip­anna hef­ur aldrei verið meira en á ár­inu 2023 og veiðar þeirra gengu vel allt árið. Menn geta ekki verið annað en sátt­ir. Þegar kom fram á haustið var meira sótt aust­ur fyr­ir land en á ár­inu 2022 og frá því í nóv­em­ber var hægt veru­lega á veiðum vegna stöðunn­ar í Grinda­vík en hluti af afla skip­anna fer til vinnslu hjá Vísi. Þá ber að nefna að veðurfar í haust og fram til ára­móta var til­tölu­lega hag­stætt,“ seg­ir Arn­ar Rich­ards­son, rekstr­ar­stjóri skip­anna, á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Aflaverðmæti Vestmannaeyjar VE og Bergs VE hefur aldrei verið meira …
Afla­verðmæti Vest­manna­eyj­ar VE og Bergs VE hef­ur aldrei verið meira en á síðasta ári. Ljós­mynd/​Arn­ar Berg Arn­ars­son

Fram kem­ur í færsl­unni að ársafli frysti­tog­ar­ans Blængs NK nam 7.750 tonn­um og var afla­verðmætið tæp­lega þrír millj­arðar króna. Afli Gull­vers NS var á síðasta ári 4.394 tonn.

„Það gekk í reynd allt eins og í sögu. Veiðar gengu vel og afla­verðmæti mik­il. Árið var gott hjá Gull­ver en nú er Gull­ver í slipp á Ak­ur­eyri og held­ur ekki til veiða á nýju ári fyrr en í næstu viku. Þá var gang­ur­inn hjá Blængi af­skap­lega góður og ársafli hans var meiri en áður. Það er ekki hægt að vera annað en sátt­ur við út­kom­una,“ seg­ir Grét­ar Örn Sig­finns­son, rekstr­ar­stjóri út­gerðar Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Afli í síðustu löndun Blængs fyrir jólastopp var 565 tonn. …
Afli í síðustu lönd­un Blængs fyr­ir jóla­stopp var 565 tonn. Skipið náði afla fyr­ir tæp­lega þrjá millj­arða króna á síðasta ári. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an: Smári Geirs­son
mbl.is