Búist við milljarða bótum

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að hafinn sé undirbúningur …
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að hafinn sé undirbúningur kröfugerðar á hendur ríkinu um skaðabætur vegna hvalveiðibanns matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér kæmi ekki á óvart að upp­hæð þeirr­ar skaðabóta­kröfu sem mun verða gerð á hend­ur rík­inu verði á bil­inu 2 til 4 millj­arðar króna sem er sá skaði sem fyr­ir­tækið og starfs­menn þess urðu fyr­ir,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag, spurður hvort fé­lagið hygg­ist leita til dóm­stóla fyr­ir hönd fé­lags­manna sem urðu fyr­ir fjár­tjóni vegna fyr­ir­vara­lauss banns mat­vælaráðherra við hval­veiðum sl. sum­ar.

Vil­hjálm­ur seg­ir að haf­inn sé und­ir­bún­ing­ur kröfu­gerðar í mál­inu og það sé unnið í sam­vinnu við Hval hf. Hann seg­ir það mik­il­vægt þar sem fyr­ir­tækið sé með öll gögn máls­ins og lög­menn Hvals og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness séu að skoða út­færsl­una

„En það er al­veg ljóst að við mun­um fylgja þessu máli alla leið,“ seg­ir Vil­hjálm­ur, enda um mikla hags­muni fólks að ræða. Hann seg­ir að fyr­ir liggi að einn mánuður í vinnu með or­lofi gefi starfs­manni rúm­ar 2 millj­ón­ir króna í heild­ar­laun.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina