Frestur til umsagnar framlengdur í annað sinn

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrög vegna nýrra heildarlaga …
Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrög vegna nýrra heildarlaga um sjávarútveg hefur verið framlengdur um viku. mbl.is/Gunnlaugur

Mat­vælaráðuneytið hef­ur á ný fram­lengt frest til um­sagn­ar um ný heild­ar­lög um sjáv­ar­út­veg sem birt hafa verið í sam­ráðsgátt, nú til 17. janú­ar. Í des­em­ber var til­kynnt um að frest­ur­inn til að skila um­sögn­um yrði fram­lengd­ur frá 22. des­em­ber til 10. janú­ar.

Þegar hafa borist 34 um­sagn­ir og sitt sýn­ist hverj­um um frum­varps­drög­in. Ekki var von á öðru í ljósi þess að fjöldi hags­munaaðila hafa þegar lýst mik­illi óánægju með fyr­ir­hygaðar breyt­ing­ar og und­ir­bún­ing­in að baki frum­varps­ins.

Hafa hags­munaaðilar lýst því að ekki hafi verið farið í grein­ingu á mögu­leg­um áhrif­um breyt­ing­anna, auk þess hef­ur verið full­yrt að ekki hafi verið staðið við gef­in fyr­ir­heit um efl­ingu strand­veiða og sam­ráðsferlið sem lagt var upp með sagt sniðgengið.

Ekki ligg­ur fyr­ir hver ástæða þess að gef­inn hef­ur verið auk­inn frest­ur til að skila um­sögn­um.

mbl.is