Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta?

Sex forsetar hafa verið kjörnir á Íslandi. Sveinn Björnsson af …
Sex forsetar hafa verið kjörnir á Íslandi. Sveinn Björnsson af Alþingi árið 1944 og hinir í almennum kosningum meðal allra kosningabærra manna á Íslandi á hverjum tíma. Samsett mynd

Hver verður næsti forseti Íslands? Það mun skýrast í kosningum þann 1. júní. Enn liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði en hvaða einstakling vilt þú sjá taka við keflinu af Guðna Th. Jóhannessyni, sjötta forseta lýðveldisins?

Sendu okkur nafnið á þeirri manneskju sem þú vilt sjá á Bessastöðum og láttu ástæðuna fylgja með ef þú hefur tök á.

Við munum fara yfir tilnefningarnar og það hvað helst ber til tíðinda í Spursmálum sem eru í opinni dagskrá á mbl.is kl. 14 á föstudag. 

Forsetar lýðveldisins frá stofnun þess 1944

Sveinn Björnsson 1944-1952

Ásgeir Ásgeirsson 1952-1968

Kristján Eldjárn 1968-1980

Vigdís Finnbogadóttir 1980-1996

Ólafur Ragnar Grímsson 1996-2016

Guðni Th. Jóhannesson 2016-2024

mbl.is