Árangur Íslands skólabókardæmi um fullnýtingu

Bók Þórs Sigfússonar um fullnýtingu sjávarafurða er orðin lesefni háskólanema …
Bók Þórs Sigfússonar um fullnýtingu sjávarafurða er orðin lesefni háskólanema bæði vestan- og austanhafs. Hann segir íslenska módelið geta skilað verulegum árangri í að draga úr sóun í alþjóðlegum sjávarútvegi. Samsett mynd

Áhugi á sérþekk­ingu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og tengdra greina á full­nýt­ingu afurða fer vax­andi alþjóðlega og er ein sönn­un þess góðar viðtök­ur bók­ar Þórs Sig­fús­son­ar stofn­anda Sjáv­ar­klas­ans, 100% Fish How smart sea­food comp­anies make better use of resources. Bók­in seg­ir meðal ann­ars sög­ur af ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og er hún orðin að les­efni há­skóla­nema í Banda­ríkj­un­um og í Skandi­nav­íu.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag seg­ir Þór minnk­un sóun­ar í sjáv­ar­út­vegi geta orðið eitt mesta fram­lag Íslend­inga í að minnka kol­efn­is­spor mann­kyns á heimsvísu.

„Við höf­um fundið fyr­ir gríðarleg­um áhuga á þess­ari vinnu okk­ar varðandi að kynna hvernig megi auka nýt­ingu sjáv­ar­af­urða um all­an heim,“ seg­ir hann. „Þegar við vor­um að byrja [með Sjáv­ar­klas­ann] þá er Kerec­is að byrja líka og fullt af fyr­ir­tækj­um að taka sín fyrstu spor. Síðan hef­ur þetta orðið bylt­ing og á sama tíma kem­ur þessi mikli áhugi víða um heim á þessu hringrás­ar­hag­kerfi sem snýst um að nýta bet­ur afurðir og draga úr sóun. Þá detta Íslend­ing­ar bara í það að vera í far­ar­broddi á því sviði sem er orðið það heit­asta í um­hverf­is­mál­um fyr­ir­tækja í dag.“

Hug­ar­farið af­ger­andi

Það er hins veg­ar ekki aðeins ís­lenska mód­elið sem skipt­ir máli held­ur þarf einnig rétt hug­ar­far, út­skýr­ir Þór.

Spurður hvað verði til þess að þetta sér­staka hug­ar­far um að há­marka nýt­ingu verði til á Íslandi svar­ar hann: „Þetta er svo stór hluti af okk­ar lífi. Ég er oft í lönd­um þar sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn er bara 0,1% af þjóðarfram­leiðslunni og telst ekki al­vöru­at­vinnu­grein. Þar sem hún telst ekki al­vöru­at­vinnu­grein þá verður eng­inn fókus á hana og því verður ekki þrýst á að lögð verði áhersla á hana. Á móti hef­ur þetta hér heima verið uppistaðan í hag­kerf­inu um svo langt skeið að í grein­ina hef­ur val­ist mikið mann­val af fólki. Það á ekki bara við um út­gerðina held­ur einnig alla stoðþjón­ust­una svo sem tækni­fólkið og jafn­vel fólkið í fjár­mála­stofn­un­um.“

Beðinn um að spek­úl­era um framtíðar­horf­ur full­nýt­ing­ar kveðst Þór full­ur bjart­sýni. „Ég held að þetta gæti verið stærsta fram­lag Íslend­inga til að draga úr kol­efn­is­spori mann­kyns á heimsvísu að hjálpa til við að koma skikki á sjáv­ar­út­veg víða um heim. Með því get­um við einnig bætt ímynd sjáv­ar­út­vegs og sjáv­ar­af­urða hér heima og á heimsvísu.“

Viðtalið við Þór má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: