Fjölmargir nefndir: Fjögur langoftast

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 12:56
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 12:56
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fyrr í vik­unni leitaði mbl.is álits lands­manna á því hvern fólk vildi helst sjá í embætti for­seta Íslands þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son læt­ur af embætti þann 1. ág­úst næst­kom­andi.

Ríf­lega 2.500 ábend­ing­ar bár­ust á tæp­um tveim­ur sól­ar­hring­um og kenn­ir þar ým­issa grasa.

Margir eru kallaðir en einn verður útvalinn. Hverjir verða í …
Marg­ir eru kallaðir en einn verður út­val­inn. Hverj­ir verða í fram­boði og hver mun sigra for­seta­kosn­ing­arn­ar? Þar ligg­ur ef­inn. Sam­sett mynd

Einn lýst yfir fram­boði nú þegar

Lang­flest­ar til­nefn­ing­ar hlutu fjór­ir ein­stak­ling­ar, þau Arn­ar Þór Jóns­son, sem raun­ar hef­ur lýst yfir fram­boði nú þegar, Halla Tóm­as­dótt­ir sem varð í öðru sæti í for­seta­kjör­inu árið 2016 þegar Guðni bar sig­ur úr být­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og loks Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son, rit­höf­und­ur.

Blaðamenn­irn­ir Stefán Ein­ar Stef­áns­son og Andrés Magnús­son rýna í til­nefn­ing­arn­ar í mynd­skeiðinu sem fylg­ir frétt­inni.

Enn er opið fyr­ir til­nefn­ing­ar ef lands­menn vilja leggja sitt af mörk­um í leit­inni að næsta for­seta lýðveld­is­ins Íslands. 

mbl.is