Fullir bjartsýni og sannfærðir um vertíð

Loðnan streymir um borð í Börk NK á síðustu loðnuvertíð.
Loðnan streymir um borð í Börk NK á síðustu loðnuvertíð. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Þrátt fyr­ir að lík­ur á loðnu­vertíð virðast ekki ýkja mikl­ar þá leyfa starfs­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar sér ekki að bug­ast af svart­sýni og hafa hafið und­ir­bún­ing að loðnu­vertíð af full­um krafti.

„Hér eru menn að gera allt klárt fyr­ir loðnu­vertíð og sann­færðir um að það verði vertíð,“ seg­ir Geir Sig­urpáll Hlöðvers­son, rekstr­ar­stjóri fiskiðju­vers Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

„Það er verið að þrífa allt hátt og lágt og vinna að hefðbundn­um lag­fær­ing­um sem ávallt þarf að sinna á milli vertíða. Á loðnu­vertíð starfa um 50 manns í fiskiðju­ver­inu en það er unnið á vökt­um all­an sól­ar­hring­inn. Loðnu­vertíðin er alltaf skemmti­leg­ur tími en í reynd­inni hef­ur hver vertíð sinn sjarma. Í ár er ekki gert ráð fyr­ir mik­illi hrogna­fram­leiðslu enda var mikið fram­leitt af loðnu­hrogn­um á síðustu vertíð.“

Geir Sig­urpáll seg­ir fa­stráðna starfs­menn verða komna til starfa um miðjan janú­ar, en ekki hef­ur verið kallað á vertíðarfólk til vinnu ennþá. „Menn þurfa að hafa eitt­hvað fast í hendi áður en það er boðað til starfa. Nú hefst loðnu­leit á næstu dög­um og hér bíða all­ir spennt­ir, en jafn­framt bjart­sýn­ir.“

Allt þarf að vera klárt fyrir loðnuvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar …
Allt þarf að vera klárt fyr­ir loðnu­vinnslu í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar áður en loðnu­vertíð hefst. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an: Smári Geirs­son

Eng­ar vís­bend­ing­ar í leiðöngr­um

Upp­hafs­ráðgjöf um að eng­ar loðnu­veiðar fisk­veiðiárið 2023/​2024 byggði á haust­mæl­ingu ung­loðnu 2022. Bundn­ar voru von­ir við að haust­mæl­ing 2023 mynd­ir skila niður­stöðum sem gæfu von um væna loðnu­vertíð. Það varð þó ekki raun­in og til­kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un 4. októ­ber síðastliðinn að ráðgjöf stofn­unin­ar­inn­ar um eng­ar veiðar yrði óbreytt.

Haldið var í viðbót­ar­leiðang­ur í des­em­ber sem kostaður var af upp­sjáv­ar­út­gerðunum. Ekki mæld­ist loðna í nægi­legu magni til að breyta ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Haldið verður í hefðbundna vetr­ar­mæl­ingu á næstu dög­um eða vik­um og munu niður­stöður henn­ar verða til grund­vall­ar end­an­legr­ar ráðgjaf­ar.

Þar sem lít­il loðna mæld­ist í leiðangr­in­um síðasta haust er einnig upp­hafs­ráðgjöf­in fyr­ir vertíðina 2024/​2025 að eng­ar loðnu­vertíðar verða stundaðar.

mbl.is