Stjórnin í verra ásigkomulagi en heilbrigðiskerfið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Will­um Þór Þórs­son, heil­brigðisráðherra seg­ir rík­is­stjórn­ina muni standa af sér storm­inn í kring­um mat­vælaráðherra. Hann viður­kenn­ir að mjög hafi reynt á sam­starfið að und­an­förnu.

    Þetta kem­ur fram í lok ít­ar­legs viðtals við ráðherr­ann í Spurs­mál­um.

    Willum Þór Þórsson er gestur Spursmála að þessu sinni.
    Will­um Þór Þórs­son er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

    Þar seg­ist hann bjart­sýnn á stöðuna í heil­brigðismál­um þjóðar­inn­ar. Þegar hann er spurður út í það hvort hann sé eins bjart­sýnn á rík­is­stjórn­ar­sam­starfið seg­ir hann ein­fald­lega:

    „Ég myndi kannski ekki vera eins bjart­sýnn. Þetta er al­veg búið að vera erfitt.“

    Lif­ir stjórn­in þetta af með mat­vælaráðherra sem seg­ist ekki þurfa að fara að lög­um því þau séu orðin göm­ul?

    „Já, já. Við lif­um þetta af. Við erum búin að ein­setja okk­ur það að það sem veg­ur þyngst núna fyr­ir land og þjóð er að það sé ekki meiri óstöðug­leiki en raun er. Til þess að klára kjara­samn­inga, ná niður verðbólgu og ná niður vöxt­um. Þetta er stærsta verk­efnið hér og nú.“

    Ef ráðherra brýt­ur lög vís­vit­andi og viður­kenn­ir það, hef­ur það ekki áhrif á stöðu ráðherr­ans? Myndi það ekki hafa áhrif á þína stöðu?

     

     

    „Jú það hef­ur þegar gert það. Og ég veit að ráðherr­ann tek­ur álit umboðsmanns al­var­lega eins og við ger­um öll og er að íhuga það þessa dag­ana og við gef­um henni það rými.“

    Hvernig hef­ur það áhrif? Því þú seg­ir að það hafi nú þegar haft áhrif.

    „Já þú sérð nú bara alla um­fjöll­un­ina um það.“

    Það er nú eins og að skvetta vatni á gæs.

    „Já, já en þetta er álit og það ber að taka al­var­lega.“

    Viðtalið við Will­um má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

    mbl.is