Stjórnin sprungin án fullrar samstöðu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:55
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:55
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Orri Páll Jó­hanns­son, þing­flokks­formaður VG seg­ir rík­is­stjórn­ina fallna ef stjórn­arþing­menn verji mat­vælaráðherra ekki van­trausti. Hann seg­ir þing­flokk VG bíða viðbragða ráðherr­ans við áliti umboðsmanns.

Þetta kem­ur fram í Spurs­mál­um en þátt­ar­stjórn­andi þurfti að ganga tals­vert eft­ir því hjá þing­flokks­for­mann­in­um hvaða staða myndi teikn­ast upp ef þing­menn stjórn­ar­flokk­anna standa ekki all­ir sem einn að baki ráðherra flokks­ins.

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG segir að stjórnarmeirihlutinn verði að …
Orri Páll Jó­hanns­son, þing­flokks­formaður VG seg­ir að stjórn­ar­meiri­hlut­inn verði að standa sam­an sem einn maður. Verji þing­menn hans ekki ráðherra van­trausti sé stjórn­in sprung­in. mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

Urðu úr þessu sam­tali líf­leg­ar kapp­ræður sem hægt er að sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan.

Þátt­inn í heild sinni má svo sjá í  hér fyr­ir neðan en gest­ir hans voru auk Orra Páls þau Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS og Will­um Þór Þórs­son, heil­brigðisráðherra:

mbl.is