Vetrarmæling loðnu hefst í dag

Skip Hafrannsóknastofnunar leggja frá bryggju í dag.
Skip Hafrannsóknastofnunar leggja frá bryggju í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Vetr­ar­mæl­ing Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á loðnu hefst í dag og taka að þessu sinni fjög­ur skip þátt í mæl­ing­un­um; rann­sókna­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son auk upp­sjáv­ar­skip­anna Ásgríms Hall­dórs­son­ar SF-250 sem Skinn­ey-Þinga­nes ger­ir út og græn­lenska skips­ins Pol­ar Ammassak.

„Aðkoma veiðiskip­anna er fjár­mögnuð af loðnu­út­gerðum inn­an SFS (Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi). Stefnt verður að því að mæla á hefðbundn­um út­breiðslu- og göngu­svæðum loðnunn­ar á þess­um árs­tíma utan við og meðfram land­grunns­brún­um út af Vest­fjörðum, Norður- og Aust­ur­landi,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son, verk­efn­is­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Birkir Bárðarson verkefnisstjóri hjá Hafrannsóknastofnun.
Birk­ir Bárðar­son verk­efn­is­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurn­ingu um til­hög­un leiðang­urs­ins svar­ar hann: „Árni, Bjarni og Ammassak fara frá Hafnar­f­irði seinnipart­inn [í dag] og hefja mæl­ing­ar út af Vest­fjörðum og mæla þaðan til aust­urs út af Norður­landi. Vegna veðurs verður ekki hægt að hefja mæl­ing­ar strax fyr­ir aust­an land en Ásgrím­ur mun leggja af stað frá Höfn í Hornafirði á miðviku­dags­kvöld og kvarða berg­máls­mæli inni á ein­hverj­um skjólgóðum firði áður en mæl­ing­ar hans hefjast út af Aust­fjörðum.“

Frétt­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina