Fær ekki að vitja eigna sinna

Segist Þórlaug ekki einu sinni fá að færa bílana innar …
Segist Þórlaug ekki einu sinni fá að færa bílana innar í götuna. Hún furðar sig á því og bendir á að fréttamenn hafi fengið að ganga hinum megin við hraunið. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Þórlaug, íbúi í Grindavík á hús við jaðar hraunsins sem rann inn í bæinn.

Spurði hún á íbúafundi Grindvíkinga hvenær hún fengi að vitja eigna sinna, þar á meðal tveggja bifreiða. 

„Það var álfasteinn í garðinum“

„Ég á húsið sem hraunið hreinlega stoppaði við,“ segir Þórlaug. „Það er af því að það er álfasteinn í garðinum, segir dóttir mín.“

Hún spurði, á fundinum, hvers vegna hún fengi ekki að sækja eigur sínar þegar talið er að gos hefjist ekki að nýju fyrr en að mánuði liðnum. Segist hún ekki einu sinni fá að færa bílana innar í götuna. Hún furðar sig á því og bendir á að fréttamenn hafi fengið að ganga hinum megin við hraunið.

„Þetta er ekki í lagi,“ segir hún.

Verkefni næstu daga

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, svaraði spurningunni um hæl. 

„Það gaus hjá okkur á sunnudag og það er þriðjudagur í dag og goslok sýnist mér. Þannig að ég vona að við getum farið í þessi verkefni fljótlega – svona ef Veðurstofan spáir ekki einhverjum ótíðindum næstu daga.“

mbl.is