Fær ekki að vitja eigna sinna

Segist Þórlaug ekki einu sinni fá að færa bílana innar …
Segist Þórlaug ekki einu sinni fá að færa bílana innar í götuna. Hún furðar sig á því og bendir á að fréttamenn hafi fengið að ganga hinum megin við hraunið. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Þór­laug, íbúi í Grinda­vík á hús við jaðar hrauns­ins sem rann inn í bæ­inn.

Spurði hún á íbúa­fundi Grind­vík­inga hvenær hún fengi að vitja eigna sinna, þar á meðal tveggja bif­reiða. 

„Það var álfa­st­einn í garðinum“

„Ég á húsið sem hraunið hrein­lega stoppaði við,“ seg­ir Þór­laug. „Það er af því að það er álfa­st­einn í garðinum, seg­ir dótt­ir mín.“

Hún spurði, á fund­in­um, hvers vegna hún fengi ekki að sækja eig­ur sín­ar þegar talið er að gos hefj­ist ekki að nýju fyrr en að mánuði liðnum. Seg­ist hún ekki einu sinni fá að færa bíl­ana inn­ar í göt­una. Hún furðar sig á því og bend­ir á að frétta­menn hafi fengið að ganga hinum meg­in við hraunið.

„Þetta er ekki í lagi,“ seg­ir hún.

Verk­efni næstu daga

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, svaraði spurn­ing­unni um hæl. 

„Það gaus hjá okk­ur á sunnu­dag og það er þriðju­dag­ur í dag og gos­lok sýn­ist mér. Þannig að ég vona að við get­um farið í þessi verk­efni fljót­lega – svona ef Veður­stof­an spá­ir ekki ein­hverj­um ótíðind­um næstu daga.“

mbl.is