Fiskurinn drapst vegna viðhalds í tengivirki

Fátt bendir til þess að eldi á gullinrafa hefjist á …
Fátt bendir til þess að eldi á gullinrafa hefjist á ný í bráð.

Eng­inn gull­inrafi var fram­leidd­ur hér á landi á síðasta ári þrátt fyr­ir há­leit áform þess efn­is. Árið á und­an var fyrsta sinn sem tókst að fram­leiða gull­inrafa í eldi hér á landi og skilaði eldi Stolt Sea Fram tveim­ur tonn­um af fiski í slát­ur­stærð. All­ur fisk­ur drapst hins veg­ar þegar af­hend­ingu heita­vatns stöðvaðist vegna viðhalds LAndsnets í teng­virki við HS Orku und­ir lok þess árs.

„Gull­inraf­inn, sem Stolt Sea Farm flutti inn í fyrsta sinn sem smá­seiði í júlí 2021, kom í fyrsta sinn inn í slátrun 2022. Allt leit nokkuð vel út með þessa eld­istilraun, en því miður varð enda­sleppt með eldið eft­ir að Landsnet urðu að kom­ast í vinnu við tengi­virkið sem er við HS Orku og fór þar með all­ur hiti af eld­is­stöðinni og gull­inraf­inn drapst í kjöl­farið,“ seg­ir Gísli Jóns­son, sér­greina­dýra­lækn­ir fiski­sjúk­dóma hjá Mat­væla­stofn­un.

„Stolt Sea Farm vissi auðvitað af þess­ari vinnu, en það bjóst eng­inn við því að fisk­ur­inn væri svona viðkvæm­ur fyr­ir því að hit­inn færi niður fyr­ir 10 til 12 gráður. Gull­inraf­inn er hraðvaxta hlý­sjáv­ar­teg­und (þarf 21 til 23 gráður) og er m.a. mjög verðmæt­ur sem hrá­efni í sus­hi. Enn er óvíst með fram­haldið, en eng­inn nýr inn­flutn­ing­ur smá­seiða hef­ur átt sér stað síðan þetta kom upp á,“ út­skýr­ir Gísli.

Upp­haf­lega var stefnt að því að koma fram­leiðslu á gull­inrafa í 30 tonn á ári.

Upp­fært klukk­an 15:40: Gísli Jóns­son hef­ur leiðrétt frá­sögn sína og mátti rekja dauða fisk­anna til vinnu Landsnets en ekki HS Orku eins og upp­haf­lega var sagt frá í frétt­inni. Frétt­in hef­ur verið upp­færð með til­liti til þess­ara nýju upp­lýs­inga.

mbl.is