Fjórir fulltrúar Íslands í útrás í Evrópu

Gugusar er ein þeirra sem koma fram á Eurosonic.
Gugusar er ein þeirra sem koma fram á Eurosonic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir full­trú­ar Íslands taka þátt í tón­list­ar­hátíðinni Eurosonic í Gorn­ingen í Hollandi sem hefst í dag. Eurosonic er tón­list­ar­hátíð, ráðstefna og einn mik­il­væg­asti vett­vang­ur Evr­ópu fyr­ir út­varps­stöðvar og tón­list­ar­hátíðir til að upp­götva upp­renn­andi tón­listar­fólk.

Full­trú­arn­ir Íslands í ár eru gugus­ar, Árný Mar­grét, LÓN, og Vévaki en Árný Mar­grét er jafn­framt ein af 15 til­nefnd­um til Music Mo­ves Europe verðlaun­anna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Útón. 

Ný hljóm­sveit með Valdi­mar 

Hljóm­sveit­in LÓN er sam­sett af þjóðþekktu lista­mönn­un­um Valdi­mar Guðmunds­syni, Ásgeiri Aðal­steins­syni og Ómari Guðjóns­syni, en þeir eru sagðir kafa þar ofan í þjóðlagaræt­ur sín­ar.

Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson (ekki á mynd) og Ómar Guðjónsson …
Valdi­mar Guðmunds­son, Ásgeir Aðal­steins­son (ekki á mynd) og Ómar Guðjóns­son mynda hljóm­sveit­ina Lón. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hljóm­sveit­in Vévaki er nor­ræn þjóðlaga­hljóm­sveit „inn­blás­inn af heiðinni nú­tíma­hefð, og set­ur nú­tíma­blæ á okk­ar merku arf­leið ljóða og sagna“. 

Hin tví­tuga gugus­ar kem­ur einnig fram á Eurosonic-hátíðinni. „Hún hef­ur nú þegar tryggt sér til­nefn­ing­ar fyr­ir söng­konu og plötu árs­ins á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um, og set­ur nú stefn­una út í heim,“ seg­ir Útón.

Dua Lipa, Rosalia og Hozier áður verið til­nefnd

Fjórði full­trúi Íslands, Árný Mar­grét, hef­ur „á undra­skömm­um tíma farið frá heima­bæ sín­um Ísaf­irði á alþjóðasviðið,“ eins og seg­ir í til­kynn­ing­unni. Hún hef­ur nú þegar komið fram á stórviðburðum á borð við SXSW, The Great Escape, og spilað á tón­leika­ferðalög­um í Evr­ópu, Am­er­íku, og Bretlandi.

Árný Mar­grét er, eins og áður sagði, til­nefnd til Music Mo­ves Europe verðlaun­anna, en það er viður­kenn­ing veitt mest spenn­andi tón­listar­fólki álf­unn­ar hverju sinni. Fyrr­um sig­ur­veg­ar­ar telja til að mynda Dua Lipa, Rosalia, Hozier, og Christ­ine and the Qu­eens. Áður hafa bæði Reykja­vík­ur­dæt­ur (2019) og Ásgeir Trausti (2014) veitt verðlaun­un­um viðtöku frá Íslandi.

Árný Margrét er tilnefnd til Music Moves Europe verðlaunanna.
Árný Mar­grét er til­nefnd til Music Mo­ves Europe verðlaun­anna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tón­listar­fólk sæk­ir hátíð eins og Eurosonic í ósk um að styrkja sitt er­lenda tengslanet og finna ný tæki­færi til út­flutn­ings fyr­ir sína tónlist. Þessi hátíð hef­ur í gegn­um tíðina reynst ís­lensku tón­listar­fólki vel en áður hafa komið fram á hátíðinni Kal­eo, Daði Freyr, Ásgeir, Vök, Jún­íus Mey­vant, Sól­ey, Mammút, Skálmöld og mörg fleiri atriði sem hafa átt far­sæl­an fer­il í út­flutn­ingi síðan. 

mbl.is