Frumvarpið veiki sjávarútveginn

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir í um­sögn um drög Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra að frum­varpi til laga um sjáv­ar­út­veg, sem sjá má í sam­ráðsgátt stjórn­valda, að þar sé ekki gerð gangskör að því að bæta stjórn­un fisk­veiða og gera þær skil­virk­ari þannig að fram­lag þeirra í þjóðarbúið geti vaxið. Þess í stað sé haldið áfram á þeirri braut að þrengja að fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi, leggja á þau aukn­ar byrðar og hækka enn frek­ar sér­staka og brenglandi skatt­heimtu á þau, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Ragn­ar seg­ir af­leiðing­arn­ar óhjá­kvæmi­lega verða ann­ars veg­ar veik­ari sjáv­ar­út­veg­ur sem mun þegar fram í sæk­ir ekki geta staðist sam­keppni við sjáv­ar­út­veg annarra þjóða sem ekki þurfa að bera svona byrðar og verður því að gefa eft­ir í sam­keppn­inni um afla og á fisk­mörkuðum í heim­in­um, og hins veg­ar minna fram­lag sjáv­ar­út­vegs­ins í þjóðarbúið með til­heyr­andi kjara­skerðingu fyr­ir alla lands­menn.

Ragn­ar ger­ir einnig at­huga­semd við mjög mikla hækk­un á gild­andi veiðigjaldi sem frum­varps­drög­in leggja til. Í fyrsta lagi er lagt til að veiðigjald á upp­sjáv­ar­fisk verði hækkað úr 33% af gjald­stofni í 45%. Í öðru lagi verður hætt að heim­ila frá­drátt veiðigjalds frá hefðbundn­um tekju­skatti. Það sam­svari 25% til 60% hækk­un á virku veiðigjalds­hlut­falli eft­ir því hvernig tekju­skatt­ur á fyr­ir­tæki er met­inn (tekju­skatt­ur á fyr­ir­tæki árið 2023 var 20% og fjár­magns­skatt­ur 22%. Skatt­ur á út­greidd­an arð var því 37,6%).

Í þriðja lagi gera frum­varps­drög­in ráð fyr­ir að virkt tekju­skatts­hlut­fall á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki verði 53% og 70,6% á botn­fisk­veiðar og 65% og 82,6% á upp­sjáv­ar­veiðar en virka tekju­skatts­hlut­fallið er summa venju­lega tekju­skatts­hlut­falls­ins, 20% og 37,6%, og veiðigjalds­ins sem er 33% á botn­fisk­veiðar og 45% á upp­sjáv­ar­veiðar. Bend­ir Ragn­ar á að hlut­föll séu svo há að marg­ir myndu kenna það við of­ur­skatta.

Fjallað er um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: