Kæra Madonnu vegna tónleika í New York

AFP

Tveir aðdá­end­ur tón­list­ar­konn­un­ar Madonnu hafa kært hana fyr­ir að hafa mætt of seint á tón­leika sem hún hélt í New York í síðasta mánuði. 

Sam­kvæmt dóms­kjöl­um sem BBC hef­ur und­ir hönd­um full­yrða aðdá­end­urn­ir að sýn­ing­in hafi átt að hefjast klukk­an 20:30 öll þrjú kvöld­in en hafi aldrei byrjað fyrr en eft­ir klukk­an 22:30 og hafi því ekki verið bún­ir fyrr en klukk­an 01:00.

Þá segja aðdá­end­urn­ir að þeir hefðu ekki borgað fyr­ir miða hefðu þeir vitað að tón­leik­arn­ir myndu klár­ast svona seint. Í kær­unni kem­ur einnig fram að “marg­ir miðaeig­end­ur sem sóttu tón­leik­ana á virk­um degi hafi þurft að fara snemma á fæt­ur til að fara í vinn­una og/​eða sjá um fjöl­skyld­una sína dag­inn eft­ir.“

Ekki í fyrsta sinn sem Madonna mæt­ir seint

„Sak­born­ing­ar létu miðaeig­end­ur ekki vita af því að tón­leik­arn­ir myndu hefjast mun seinna en sú tíma­setn­ing sem prentuð var á miðann og eins og aug­lýst var, sem leiddi til þess að miðaeig­end­ur biðu klukku­stund­um sam­an,“ seg­ir í dóms­kjöl­un­um.

Þar kem­ur einnig fram að Madonna eigi „langa sögu um að koma og hefja tón­leika sína seint, stund­um nokkr­um klukku­stund­um of seint“ og eru nefnd sem dæmi Re­bel Heart Tour árið 2016, Madame X Tour árin 2019-2020 og fyrri ferðir, en þar hafi Madonna end­ur­tekið byrjað tón­leika sína rúm­lega tveim­ur tím­um of seint. 

mbl.is