Tryggingamál Grindvíkinga í brennidepli

Sigurður Kári Kristjánsson, Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru …
Sigurður Kári Kristjánsson, Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

At­b­urðirn­ir í Grinda­vík og það óvissu­ástand sem vof­ir yfir Grind­vík­ing­um voru í for­grunni í átt­unda þætti Spurs­mála sem lauk fyr­ir skömmu. Upp­töku af þætt­in­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan.

Sig­urður Kári Kristjáns­son, stjórn­ar­formaður Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, sat fyr­ir svör­um við krefj­andi spurn­ing­um um hlut­verk nátt­úru­ham­fara­sjós sem hef­ur heilmargt að gera með hver af­drif og framtíðar­horf­ur Grind­vík­inga verða.

Níst­andi óvissa og sárs­auka­full staða Grind­vík­inga hef­ur sett mik­inn svip á sam­fé­lagsum­ræðu líðandi viku. Ljóst þykir að stjórn­völd þurfi að halda rétt á spöðunum og vinna með hraði að for­svar­an­legri aðgerðaráætl­un fyr­ir Grind­vík­inga.

Fjöl­miðlakemp­urn­ar Ólöf Skafta­dótt­ir og Björn Ingi Hrafns­son mættu einnig í settið og rýndu í helstu frétt­ir vik­unn­ar. Þar kom margt upp­lýs­andi upp úr dúrn­um. Ekki missa af því!

Fylgstu með bein­skeyttri og líf­legri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga kl.14 í beinu streymi hér á mbl.is.

mbl.is