Tíðinda að vænta ef vantrauststillaga kemur fram

Hildur segir gagnrýnivert hversu langan tíma það hefur tekið fyrir …
Hildur segir gagnrýnivert hversu langan tíma það hefur tekið fyrir Svandísi að axla ábyrgð. Samsett mynd

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ef van­traust­stil­laga verður lögð fram gegn Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra á mánu­dag megi vænta tíðinda frá Vinstri græn­um. 

„Ef van­traust­stil­lag­an kem­ur fram á mánu­dag­inn, eins og ég sé í fjöl­miðlum að er á áætl­un, þá myndi ég ætla að það fari að draga til tíðinda,“ seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is.

Gagn­rýn­ir Vinstri græn fyr­ir hæga­gang

Gagn­rýn­ir Hild­ur einnig hversu lang­an tíma það hef­ur tekið að fá viðbrögð Vinstri grænna við því hvernig Svandís hyggst axla ábyrgð á áliti umboðsmanns Alþing­is.

„Það er enn á borði VG hvernig þau hyggj­ast axla ábyrgð á þessu áliti, en ég verð nú að fá að segja að mér þykir orðið gagn­rýni­vert hvað það hef­ur tekið lang­an tíma,“ seg­ir Hild­ur.

Í áliti umboðsmanns kom fram að mat­vælaráðherra hefði stöðvað hval­veiðar með ólög­mæt­um hætti.

Hild­ur seg­ir að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins muni funda og fara yfir málið ef van­traust­stil­laga verður lögð fram gegn Svandísi.

mbl.is