Vantrauststillaga lögð fram á mánudag

Lýst verður yfir vantrausti gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudag.
Lýst verður yfir vantrausti gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudag. mbl.is/Árni Sæberg

Van­traust­stil­laga verður lögð fram á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra á mánu­dag er þing kem­ur aft­ur sam­an.

Þetta seg­ir Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Inga Sæ­land tel­ur að all­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar muni styðja við van­traust­stil­lögu gegn Svandísi sem hún kveðst ætla leggja fram á mánu­dag.

„Ég held að stjórn­ar­andstaðan standi öll með okk­ur. Það mun eng­inn bakka upp eða verja þenn­an ráðherra van­trausti. Það verður mjög erfitt fyr­ir nokk­urn þing­mann að viður­kenna lög­brot, við erum einu sinni lög­gjaf­inn,“ seg­ir Inga.

Er til­lag­an lögð fram vegna álits umboðsmanns Alþing­is, sem seg­ir að Svandís hafi með ólög­mæt­um hætti sett á tíma­bundið hval­veiðibann í sum­ar. 

„Jafn­mik­ill lög­brjót­ur“ á mánu­dag og í síðustu viku

Hún seg­ir ekki eft­ir neinu að bíða þó eld­gosið í Grinda­vík fyrr í vik­unni hafi átt umræðuna að und­an­förnu.

„Við vor­um jafn­vel að hugsa um það á tíma­bili að hugsa til þess að þau væru að fara að stíga inn í kjaraviðræður eða hvað þau væru að fara gera fyr­ir Grind­vík­inga en ég get ekki séð að þau séu með neitt á borðinu fyr­ir það.“

Inga hafði von­ast til þess að rík­is­stjórn­in myndi ráða úr þessu áður en þing kæmi sam­an en að nú virðist svo ekki ætla að verða. Jafn­vel hafði hún von­ast eft­ir því að Svandís myndi sjálf stíga til hliðar.

„Hún er jafn mik­ill lög­brjót­ur á mánu­dag og hún var í síðustu viku,“ seg­ir Inga.

mbl.is