Dregur framboðið til baka og styður Trump

Ron DeSantis hefur dregið framboð sitt til baka.
Ron DeSantis hefur dregið framboð sitt til baka. AFP/Giorgio Viera

Ron DeS­ant­is, rík­is­stjóri Flórída, hef­ur dregið fram­boð sitt til baka í bar­átt­unni um for­seta­til­nefn­ingu Re­públi­kana­flokks­ins. Hann lýs­ir sömu­leiðis yfir stuðningi við Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta.

Þetta til­kynnti hann nú fyr­ir skömmu.

Nikki Haley síðasti mót­fram­bjóðandi Trump

Ron DeS­ant­is var um tíma tal­inn lík­leg­ast­ur af öll­um mót­fram­bjóðend­um til að sigra Don­ald Trump en kosn­inga­bar­átta hans náði aldrei flugi. Í síðustu viku var fyrsta kosn­ing­in í for­vali Re­públi­kana og var það í Iowa-ríki. Hann fékk rétt rúm­lega 21% at­kvæði en Don­ald Trump rúm­lega 50%.

Nú stend­ur aðeins einn mót­fram­bjóðandi eft­ir gegn Don­ald Trump og það er fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Suður-Karólínu, Nikki Haley. Kosið verður á þriðju­dag í New Hamps­hire en þar mæl­ist Haley með nokkuð fylgi, þó mæl­ist Trump með þokka­lega mikið for­skot á hana.

Don­ald Trump mæl­ist með yf­ir­burðarfylgi á landsvísu meðal Re­públi­kana.

mbl.is