Orðrómur um að hvalveiðar færist frá Svandísi

Þorbjörg mun styðja vantrauststillögu gegn Svandísi verði hún lögð fram.
Þorbjörg mun styðja vantrauststillögu gegn Svandísi verði hún lögð fram. Samsett mynd

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, seg­ir að hún muni styðja van­traust­stil­lögu gegn mat­vælaráðherra verði hún lögð fram.

Hún seg­ir umræður vera á þinggöng­um varðandi það hvort að hval­veiðar verði mögu­lega flutt­ar úr mat­vælaráðuneyt­inu sem mögu­leg lausn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn.

„Ég er auðvitað bara þingmaður í stjórn­ar­and­stöðu en þetta er eitt­hvað sem er verið að ræða inn í þing­húsi þegar fólk er að velta því fyr­ir sér eft­ir hverju Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn séu að bíða.

Ég sé ekki fyr­ir mér að þetta sé lausn sem dugi sjálf­stæðismönn­um miðað við þann þunga sem er í mál­inu,“ seg­ir Þor­björg í sam­tali við mbl.is.

Störu­keppni á milli Sjálf­stæðis­flokks og VG

Hún seg­ir það koma sér á óvart að ekki skuli vera kom­in niðurstaða í þetta mál.

„Það er hálf­ur mánuður frá því að þetta álit umboðsmanns kom fram. Það er auðvitað ekki sá mögu­leiki í stöðunni að það taki hálf­an mánuð að lesa þann texta.“

Hún seg­ir að virðist vera sem svo að mik­ill póli­tísk­ur ágrein­ing­ur sé í rík­is­stjórn­inni. Áhuga­vert sé að fylgj­ast með því að orðsend­ing­ar á milli stjórn­ar­liði fari núna fram í fjöl­miðlum, en ekki á bak við lukt­ar dyr.

„Mér sýn­ist þetta bara vera störu­keppni, aðallega á milli Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna.“

Mun styðja van­traust­stil­lögu

Þing­flokk­ur Viðreisn­ar mun funda sér­stak­lega ef van­traust­stil­laga kem­ur fram og ligg­ur ekki fyr­ir hvað all­ir þing­menn Viðreisn­ar muni kjósa. Þor­björg mun þó greiða at­kvæði með van­trausti ef slík at­kvæðagreiðsla fer fram.

„Ég mun styðja þetta van­traust. Eft­ir að hafa lesið álitið og kannski ekki síður eft­ir að hafa heyrt viðbrögð ráðherr­ans sjálfs. Manni finnst tölu­verður ásetn­ing­ur í þessu lög­broti hjá henni,“ seg­ir Þor­björg.

Á Face­book tjáði Þor­björg sig einnig og spurði þar: „Hvaða lög brutu hval­irn­ir?“

„Bjarni axlaði ábyrgð á áliti umboðsmanns á sín­um tíma með því að flytja sig yfir í annað ráðuneyti. Það þótti fyndið að ætla að axla ábyrgð með því að skipta bara um ráðherra­stól. Svandís geng­ur sam­kvæmt þessu lengra en Bjarni og ætl­ar ekki að flytja sig held­ur ætl­ar hún að flytja hval­ina,“ seg­ir hún á Face­book.

mbl.is