Sjálfstæðismenn bíða eftir að VG sýni spilin

„Þegar þau eru búin að sýna þau spil, þá getum …
„Þegar þau eru búin að sýna þau spil, þá getum við tekið afstöðu til þess hvernig við tökum næstu skref,“ segir sjálfstæðismaðurinn Vilhjálmur Árnason.

Vara­formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ist enn bíða eft­ir því að mat­vælaráðherra og flokk­ur henn­ar sýni hvernig þau ætli að vinna traust sitt til baka. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi ekki tekið af­stöðu til van­traust­stil­lögu á hend­ur mat­vælaráðherra sem á að leggja fram á morg­un.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hyggst Flokk­ur fólks­ins leggja fram van­traust­stil­lögu á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra þegar þing kem­ur sam­an kl. 15 á morg­un.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, formaður þing­flokks­ins sjálf­stæðismanna, sagði við mbl.is í gær að henni þætti gagn­rýni­vert hvað það hafi tekið lang­an tíma fyr­ir Vinstri græna að „axla ábyrgð“ á áliti umboðsmanns.

Svandís Svavarsdóttir fyrir utan ríkisstjórnarbústaðinn í október.
Svandís Svavars­dótt­ir fyr­ir utan rík­is­stjórn­ar­bú­staðinn í októ­ber. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Traustið al­veg farið

„Það er það sem við höf­um verið að segja frá því að álitið kom, að nú væri það ráðherr­ans og Vinstri grænna að sýna hvernig þau ætli að vinna traust sitt til baka, sem fór með þess­ari hátt­semi ráðherra. Þau segj­ast taka þetta mál al­var­lega en þau verða að sýna að þau taki mál­inu al­var­lega,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son við mbl.is en hann er vara­formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Og þegar þau eru búin að sýna þau spil þá get­um við tekið af­stöðu til þess hvernig við tök­um næstu skref,“ bæt­ir hann við.

Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Vil­hjálm­ur Árna­son, vara­formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Hall­ur Már

Hægt að axla ábyrgð með ýms­um hætti

Ættu þau þá að axla ábyrgð með ein­hvers kon­ar stóla­skipt­um milli ráðuneyta?

„Það er hægt að gera það á marga vegu. Nú er það bara þeirra sem stjórn­mála­afls, sem vill láta taka sig al­var­lega, að sýna að þau vilji vinna traust til baka,“ svar­ar Vil­hjálm­ur.

Í fyrra skipti Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra um ráðuneyti við Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fjár­mála og efna­hags­ráðherra og sam­flokks­mann sinn, í kjöl­far af­sagn­ar sinn­ar vegna álits umboðsbanns Alþing­is, sem sagði Bjarna hafa brostið hæfi við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. 

Í áliti umboðsmanns á hval­veiðibann­inu kom fram að mat­vælaráðherra hefði stöðvað hval­veiðar með ólög­mæt­um hætti. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa marg­ir lýst því yfir að þeir telji lík­legt að gervöll stjórn­ar­andstaðan kjósi með til­lög­unni.

mbl.is